Fyrirliðinn segir Íslendingaliðið of gott fyrir C-deildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 07:03 Fyrirliðinn Krystian Bielik tekur enga fanga. Catherine Ivill/Getty Images Krystian Bielik, fyrirliði enska C-deildarliðsins Birmingham City, er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Hann segir sína menn alltof góða fyrir C-deildina og að eftir hálft ár verði liðið komið upp í B-deildina á nýjan leik. Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira