Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2024 00:21 Gestir Vesturbæjarlaugar eru misánægðir með breytingar á sánufyrirkomulagi í lauginni. Vísir/Arnar Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. „Hvernig leggst sameining sánuklefanna í ykkur? Ég hélt fyrst að þetta væri tímabundið, en heyrði í dag að þetta er til frambúðar. Ég á eftir að sakna sánuklefa kvenna mjög,“ skrifaði Liv Atelier í færslu á Vesturbæjarhópnum á Facebook fyrir tveimur dögum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þegar þessi frétt er skrifuð hafa 146 ummæli verið skrifuð við færsluna sem verður að teljast nokkuð mikið. Ef marka má ummælin og grát-viðbrögðin við færslunni virðist töluverð óánægja ríkja um breytinguna, bæði hjá körlum og konum. Gestir Vesturbæjarlaugar ættu að kannast við Rúnar Frey af því hann er tíður gestur í lauginni. Vinsælustu ummælin ritar Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, sem er harla ósáttur. „Þetta er svo skrýtin ákvörðun. Ekki veit ég til þess að nokkur gestanna hafi óskað eftir þessu. Mér finnst allir vera óánægðir með þetta. Fastagestir til margra ára voru ekki spurðir og hafa nú sumir hætt að koma. Gjörsamlega misheppnað.“ Verið að leysa upp samfélag sem hafi blómstrað í áratugi Annar sem leggur orð í belg er tónlistarmaðurinn Sindri Freyr Steinsson sem skrifar: „Það er smá synd að missa einn af fáum opinberum stöðum þar sem kynin eru aðgreind og allir á jafnræðisgrundvelli. Það er sérstök stemming karlamegin sem ég mun sakna, reikna með að sama gildi hinum megin líka.“ Margrét telur stjórnendur sundlauganna vera í algjöru rugli um þessar mundir. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, fjölmiðlakona og mannfræðinemi, segir fréttirnar gríðarleg vonbrigði og að verið sé að leysa upp kúltúr og samfélag sem hafi blómstrað í áratugi einmitt þegar sánur eru byrjaðar að vera mjög vinsælar aftur. „Ef lokunin snýst um inngildingu og að útiloka ekki transfólk þá veit ég ekki til þess að neinn hafi nokkurntíma bannað þeim að fara í karla/kvenna sánur,“ skrifar Margrét í ummælum og spyr svo: „Er ekki hægt að safna bara einhverjum undirskriftum og þá jafnvel peningum líka til að fá þessi lífsgæði til baka?“ Friðurinn úti hjá konunum Við færsluna skrifa fjölmargar konur sem syrgja sína gömlu kvennasánu, barnlaust svæði þar sem konur gátu verið í ró. „Þarna var griðarstaður margra kvenna. Í kvennasánuna sóttu konur frið, (stundum lífsnauðsynlegan) frá börnum og körlum… sakna þessa mikið. Er ekki hægt að hafa þetta bara fyrir konur aftur? Eða hafa dagskipt?“ spyr leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir. Kolfinna Nikulásdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Sú fyrrnefnda syrgir að friðurinn sé úti í sánuklefanum.Owen Listakonan Magrét H. Blöndal tekur undir orð Kolfinnu og segir sánuklefann svo lítinn að hann rúmi ekki þennan fjölda. Hún hafi notað skiptiklefa sánunnar þegar dagskráin var þétt og „andlegt rými ekki aflögufært fyrir spjall og sósjal sundlaugarinnar“. Einnig þykir Magréti illt að breytingin hafi áhrif á komur eldri kvenna sem gátu áður auðveldlega gengið beint inn í búningsklefana. Tilkoma innrauðrar sánu sé til bóta Ekki eru þó allir óánægðir með breytinguna. Þórunn Hreggviðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum, segir: „Ég sé ekki að það sé vandamál að vera í saunu með karlmönnum!“ „Verða ekki tvær? Infrarauð og steina? Er það ekki æðislegt?“ spyr leikkonan Eygló Hilmarsdóttir. „Þetta er bara mjög fínt að mínu mati og verður enn betra ef það kemur inn rauð gufa þar sem karlagufan var áður. Karlagufan var orðin mjög léleg,“ skrifar Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður. „Þetta er bara fínt þetta er góð sauna og hafa blandað þá verðu stemmningin lágstemmd og röflarar hemja sig,“ skrifar Reynir Sigurbjörnsson tæknifræðingur. Einhverjir gestanna eru því greinilega ánægðir með breytinguna og segja hana jafnvel bæta ástandið. Hvort þeir séu jafnmargir og hinir ósáttu er ekki gott að segja. Eitt er þó víst, fólk er yfirleitt aldrei ánægt með breytingar. Sundlaugar Reykjavík Menning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Hvernig leggst sameining sánuklefanna í ykkur? Ég hélt fyrst að þetta væri tímabundið, en heyrði í dag að þetta er til frambúðar. Ég á eftir að sakna sánuklefa kvenna mjög,“ skrifaði Liv Atelier í færslu á Vesturbæjarhópnum á Facebook fyrir tveimur dögum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þegar þessi frétt er skrifuð hafa 146 ummæli verið skrifuð við færsluna sem verður að teljast nokkuð mikið. Ef marka má ummælin og grát-viðbrögðin við færslunni virðist töluverð óánægja ríkja um breytinguna, bæði hjá körlum og konum. Gestir Vesturbæjarlaugar ættu að kannast við Rúnar Frey af því hann er tíður gestur í lauginni. Vinsælustu ummælin ritar Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, sem er harla ósáttur. „Þetta er svo skrýtin ákvörðun. Ekki veit ég til þess að nokkur gestanna hafi óskað eftir þessu. Mér finnst allir vera óánægðir með þetta. Fastagestir til margra ára voru ekki spurðir og hafa nú sumir hætt að koma. Gjörsamlega misheppnað.“ Verið að leysa upp samfélag sem hafi blómstrað í áratugi Annar sem leggur orð í belg er tónlistarmaðurinn Sindri Freyr Steinsson sem skrifar: „Það er smá synd að missa einn af fáum opinberum stöðum þar sem kynin eru aðgreind og allir á jafnræðisgrundvelli. Það er sérstök stemming karlamegin sem ég mun sakna, reikna með að sama gildi hinum megin líka.“ Margrét telur stjórnendur sundlauganna vera í algjöru rugli um þessar mundir. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, fjölmiðlakona og mannfræðinemi, segir fréttirnar gríðarleg vonbrigði og að verið sé að leysa upp kúltúr og samfélag sem hafi blómstrað í áratugi einmitt þegar sánur eru byrjaðar að vera mjög vinsælar aftur. „Ef lokunin snýst um inngildingu og að útiloka ekki transfólk þá veit ég ekki til þess að neinn hafi nokkurntíma bannað þeim að fara í karla/kvenna sánur,“ skrifar Margrét í ummælum og spyr svo: „Er ekki hægt að safna bara einhverjum undirskriftum og þá jafnvel peningum líka til að fá þessi lífsgæði til baka?“ Friðurinn úti hjá konunum Við færsluna skrifa fjölmargar konur sem syrgja sína gömlu kvennasánu, barnlaust svæði þar sem konur gátu verið í ró. „Þarna var griðarstaður margra kvenna. Í kvennasánuna sóttu konur frið, (stundum lífsnauðsynlegan) frá börnum og körlum… sakna þessa mikið. Er ekki hægt að hafa þetta bara fyrir konur aftur? Eða hafa dagskipt?“ spyr leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir. Kolfinna Nikulásdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Sú fyrrnefnda syrgir að friðurinn sé úti í sánuklefanum.Owen Listakonan Magrét H. Blöndal tekur undir orð Kolfinnu og segir sánuklefann svo lítinn að hann rúmi ekki þennan fjölda. Hún hafi notað skiptiklefa sánunnar þegar dagskráin var þétt og „andlegt rými ekki aflögufært fyrir spjall og sósjal sundlaugarinnar“. Einnig þykir Magréti illt að breytingin hafi áhrif á komur eldri kvenna sem gátu áður auðveldlega gengið beint inn í búningsklefana. Tilkoma innrauðrar sánu sé til bóta Ekki eru þó allir óánægðir með breytinguna. Þórunn Hreggviðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum, segir: „Ég sé ekki að það sé vandamál að vera í saunu með karlmönnum!“ „Verða ekki tvær? Infrarauð og steina? Er það ekki æðislegt?“ spyr leikkonan Eygló Hilmarsdóttir. „Þetta er bara mjög fínt að mínu mati og verður enn betra ef það kemur inn rauð gufa þar sem karlagufan var áður. Karlagufan var orðin mjög léleg,“ skrifar Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður. „Þetta er bara fínt þetta er góð sauna og hafa blandað þá verðu stemmningin lágstemmd og röflarar hemja sig,“ skrifar Reynir Sigurbjörnsson tæknifræðingur. Einhverjir gestanna eru því greinilega ánægðir með breytinguna og segja hana jafnvel bæta ástandið. Hvort þeir séu jafnmargir og hinir ósáttu er ekki gott að segja. Eitt er þó víst, fólk er yfirleitt aldrei ánægt með breytingar.
Sundlaugar Reykjavík Menning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira