Ronaldo benti til himins: „Vildi að pabbi væri enn á lífi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:03 Cristiano Ronaldo skoraði enn eitt markið á ferlinum í gær. Getty/Mohammed Dabbous Cristiano Ronaldo hélt áfram að nálgast þúsundasta markið á ferlinum í gær þegar hann skoraði í sigri Al-Nassr. Hann tileinkaði markið föður sínum heitnum, José Dinis Aveiro. Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh Sádiarabíski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira