„Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar 1. október 2024 11:30 „Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Sjá meira
„Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun