Lífið

Hlý­legt ein­býli úr smiðju Rutar Kára

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rut Káradóttir innanhúsarkitekt endurhannaði húsið að innan árið 2021. 
Rut Káradóttir innanhúsarkitekt endurhannaði húsið að innan árið 2021. 

Við Ljósaberg í Hafnarfirði er að finna fallegt 207 fermetra einbýlishús einni hæð. Húsið var byggt árið 1984 og hefur síðan þá nánast allt verið endurnýjað. Rut Káradóttir innanhúsarkitekt endurhannaði húsið að innan árið 2021 þar sem hugsað hefur verið út í hvert einasta smáatriði. 

Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í húsinu og skapar notalega stemningu á heimilinu. Ásett verð er 167,5 milljónir.

Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými. Þaðan er útgengt á timburverönd sem snýr í suðvestur.

Í stof­unni eru tvær sér­smíðaðar bóka­hillur sem ná upp í loft með innfelldri lýsingu. Í loftum er dökk viðarklæðning með hljóðdempandi eiginleika sem gefur rýminu mikinn glæsibrag.

Innréttingasmíðin í húsinu er hin vandaðasta þar sem unnið er með spónlagða eik og óreglulegar standandi fræsingar sem gefur skemmtilega áferð. Í eldhúsinu er steinn á borðum og vönduð eldhústæki.

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Höldurnar á skápunum gera mikið fyir rýmið.
Hillurnar eru sérmíðaðar með innbyggðri lýsingu.
Hægt er að loka fyrir sjónvarpið með flekahurð.
Baðhebergið er smart og látlaust.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×