Fótbolti

Chiesa ekki með gegn Ítölunum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Chiesa spilaði stuttlega gegn AC Milan í fyrsta leik Liverpool í Meistaradeildinni en missir af leik morgundagsins gegn öðrum ítölskum mótherja.
Chiesa spilaði stuttlega gegn AC Milan í fyrsta leik Liverpool í Meistaradeildinni en missir af leik morgundagsins gegn öðrum ítölskum mótherja. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images

Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni.

Báðir tveir hafa þeir verið tæpir vegna meiðsla í vikunni. Arne Slot, þjálfari Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og segir Jota á réttri leið.

„Diogo missti af tveimur æfingum eftir leikinn við Wolves. Hann fék smá högg en ég býst við því að hann verði með okkur á morgun,“ segir Slot á fundinum. Chiesa nái ekki að taka þátt gegn Bologna á morgun eftir að hafa orðið fyrir hnjaski á æfingu í gær.

„Þetta er eitthvað smávægilegt og ætti hann ekki að vera lengi frá. Hann gæti mögulega verið með okkur um helgina,“ segir Slot.

Liverpool og Bologna mætast klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Nóg er um að vera á Meistaradeildinni í kvöld á rásum Stöðvar 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×