Læknir ávísaði lyfjum í nafni konu sem lést níu árum áður Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 16:09 Konan hafði verið sjúklingur mannsins frá árinu 1997, en hún lést í Úkraínu árið 2014. Myndin er úr safni. Getty Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landlæknis um að svipta lækni starfsleyfi. Læknirinn gaf út ávana- og fíknilyf í nafni látinnar konu í tæpan áratug. Snemma árs 2023 fékk embætti Landlæknis upplýsingar frá lögreglu um að lyf hefðu verið leyst út í nafni konu sem staðfest er að lést í Úkraínu í maí 2014. Í kjölfarið tók embættið fyrir lyfjaávísanir sem gefnar höfðu verið út frá andláti hennar. Í ljós kom að læknirinn hefði gefið út fjölmargar ávísanir fyrir ávana- og fíknilyf í níu ára tímabili. Í úrskurði ráðuneytisins segir að hann hafi bæði bætt við lyfjum og aukið skammta í nafni konunnar. Sambýlismaðurinn kom í stað konunnar Læknirinn sagðist ekki hafa haft vitneskju um andlát konunnar fyrr en lögregla sagði honum frá því árið 2023. Hún hefði verið skjólstæðingur hans frá árinu 1997 en síðast komið til hans í mars 2014. Eftir það hefði sambýlismaður hennar komið í hennar stað, og sagt lækninum að konan héldi til í Úkraínu og byggi þar hjá bróður sínum. Hún kæmi þó til Íslands af og til, en treysti sér ekki til læknisins þegar hún væri á landinu. Sambýlismaður konunnar hafi því verið að ljúga að honum. Fram kemur Landlæknisembættið hafi aflað sér upplýsinga hjá Sjúkratryggingum Íslands sem sýndu að hann hefði sent stofnuninni reikninga, sem hljóðuðu upp á tæpar 900 þúsund krónur í heildina, vegna viðtala við konuna sem hann átti að hafa tekið eftir andlát hennar. Hann sendi SÍ örorkumatsvottorð þar sem að læknisskoðun var lýst. Umrædd læknisskoðun átti að hafa farið fram þegar konan hafði verið látin í þrjú ár. Ekki læknis að meta hvort sjúklingur sé á lífi Í ágúst í fyrra lagði Landlæknir til að læknirinn yrði sviptur leyfi. Hann fékk kost á því að koma sínum athugasemdum á framfæri, en ekkert barst frá honum. Í lok september var hann því sviptur starfsleyfi. Læknirinn kærði þá ákvörðun. Hann sagði að það væri ekki á ábyrgð hans að hann hefði látist blekkjast. Það sama ætti að eiga við um hann og aðra opinbera starfsmenn í þeim efnum. Þá væri það ekki á hans könnu að ganga úr skugga um hvort sjúklingur hans væri lífs eða liðinn. Þvert á móti hefði hann gengið að því vísu að hún væri lifandi á meðan hún væri ekki skráð látin í þjóðskrá. Einnig tók hann fram að læknar hitti ekki endilega sjúklinga sína augliti til auglits við endurnýjun lyfseðla og mat á ástandi sjúklinga sinna. Þeir sinni daglega margvíslegri heilbrigðisþjónustu án þess að hitta sjúklinga og það eigi sérstaklega við um þá sjúklinga sem þeir hafi hitt um langt skeið, eins og í þessu tilfelli. Mál sem á sér enga hliðstæðu Þess má geta að málið varðaði líka nokkra aðra sjúklinga sem hann þótti ávísa óhóflegu magni ávana- og fíknilyfja til, en mál konunnar var umfangsmest. Ráðuneytið komst að það hefði verið rétt mat hjá Landlækni að ávísanir hans til þeirra hefðu verið óhóflegar Það er mat ráðuneytisins að með þessu hafi læknirinn brotið með alvarlegum hætti gegn ákvæðum heilbrigðislöggjafar og starfsskyldum sínum sem heilbrigðisstarfsmaður með því að sýna alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum. Þá komst ráðuneytið að því að mál læknisins ætti sér enga hliðstæðu. Ekki hafi komið fyrir ráðuneytið mál sem varðar jafn mörg og alvarleg brot á starfsskyldum læknis. Því komi önnur og vægari úrræði ekki til greina og því var ákvörðunin um sviptingu starfsleyfis staðfest. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Snemma árs 2023 fékk embætti Landlæknis upplýsingar frá lögreglu um að lyf hefðu verið leyst út í nafni konu sem staðfest er að lést í Úkraínu í maí 2014. Í kjölfarið tók embættið fyrir lyfjaávísanir sem gefnar höfðu verið út frá andláti hennar. Í ljós kom að læknirinn hefði gefið út fjölmargar ávísanir fyrir ávana- og fíknilyf í níu ára tímabili. Í úrskurði ráðuneytisins segir að hann hafi bæði bætt við lyfjum og aukið skammta í nafni konunnar. Sambýlismaðurinn kom í stað konunnar Læknirinn sagðist ekki hafa haft vitneskju um andlát konunnar fyrr en lögregla sagði honum frá því árið 2023. Hún hefði verið skjólstæðingur hans frá árinu 1997 en síðast komið til hans í mars 2014. Eftir það hefði sambýlismaður hennar komið í hennar stað, og sagt lækninum að konan héldi til í Úkraínu og byggi þar hjá bróður sínum. Hún kæmi þó til Íslands af og til, en treysti sér ekki til læknisins þegar hún væri á landinu. Sambýlismaður konunnar hafi því verið að ljúga að honum. Fram kemur Landlæknisembættið hafi aflað sér upplýsinga hjá Sjúkratryggingum Íslands sem sýndu að hann hefði sent stofnuninni reikninga, sem hljóðuðu upp á tæpar 900 þúsund krónur í heildina, vegna viðtala við konuna sem hann átti að hafa tekið eftir andlát hennar. Hann sendi SÍ örorkumatsvottorð þar sem að læknisskoðun var lýst. Umrædd læknisskoðun átti að hafa farið fram þegar konan hafði verið látin í þrjú ár. Ekki læknis að meta hvort sjúklingur sé á lífi Í ágúst í fyrra lagði Landlæknir til að læknirinn yrði sviptur leyfi. Hann fékk kost á því að koma sínum athugasemdum á framfæri, en ekkert barst frá honum. Í lok september var hann því sviptur starfsleyfi. Læknirinn kærði þá ákvörðun. Hann sagði að það væri ekki á ábyrgð hans að hann hefði látist blekkjast. Það sama ætti að eiga við um hann og aðra opinbera starfsmenn í þeim efnum. Þá væri það ekki á hans könnu að ganga úr skugga um hvort sjúklingur hans væri lífs eða liðinn. Þvert á móti hefði hann gengið að því vísu að hún væri lifandi á meðan hún væri ekki skráð látin í þjóðskrá. Einnig tók hann fram að læknar hitti ekki endilega sjúklinga sína augliti til auglits við endurnýjun lyfseðla og mat á ástandi sjúklinga sinna. Þeir sinni daglega margvíslegri heilbrigðisþjónustu án þess að hitta sjúklinga og það eigi sérstaklega við um þá sjúklinga sem þeir hafi hitt um langt skeið, eins og í þessu tilfelli. Mál sem á sér enga hliðstæðu Þess má geta að málið varðaði líka nokkra aðra sjúklinga sem hann þótti ávísa óhóflegu magni ávana- og fíknilyfja til, en mál konunnar var umfangsmest. Ráðuneytið komst að það hefði verið rétt mat hjá Landlækni að ávísanir hans til þeirra hefðu verið óhóflegar Það er mat ráðuneytisins að með þessu hafi læknirinn brotið með alvarlegum hætti gegn ákvæðum heilbrigðislöggjafar og starfsskyldum sínum sem heilbrigðisstarfsmaður með því að sýna alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum. Þá komst ráðuneytið að því að mál læknisins ætti sér enga hliðstæðu. Ekki hafi komið fyrir ráðuneytið mál sem varðar jafn mörg og alvarleg brot á starfsskyldum læknis. Því komi önnur og vægari úrræði ekki til greina og því var ákvörðunin um sviptingu starfsleyfis staðfest.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira