GAZið: „Ætla að reyna aðeins meira á mig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 23:02 Pavel á hliðarlínunni þegar hann var þjálfari Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Í öðrum þættinum af GAZinu ræðir Pavel Ermolinskij við Helga Má Magnússon, fyrrverandi leikmann og þjálfara KR. Fara þeir yfir víðan völl en GAZið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Pavels. Í þættinum ræða þeir félagar Keflavík og hvað þarf að gerast til að liðið verði Íslandsmeistari vorið 2025. Þeir ræða að sjálfsögðu KR þar sem þeir unnu titil eftir titil sex ár í röð. Þá fer Pavel yfir merka viðburði i GAZ-sögunni sem og mýtuna sem er að leikmenn geti hvílt sig fyrir úrslitakeppni. Engin klisja en besta varnarliðið vinnur „Við skulum gera aðeins meiri kröfur en að „þeir reyndu aðeins á sig í vörn.“ Engar klisjur en þú ert ekki að vinna neinn titil ef þú ætlar ekki að spila vörn,“ segir Pavel við Helga Má þegar þeir ræða lið Keflavíkur í þættinum. Helgi Már bendir í kjölfarið á að besta varnarliðið hafi ávallt staðið uppi sem Íslandsmeistari síðasta áratug. „Ég er ekki að biðja um fimm skref áfram, ég er að biðja um eitt lítið. Er ekki að biðja um súper taktískar varnarfærslur eða læra kerfin hjá hinu liðinu, þeir eru ekki að fara gera það og þurfa þess ekki.“ „Ég ætla að reyna aðeins meira á mig,“ er það eina sem menn þurfa að gera bætir Pavel við áður en hann hélt áfram að ræða Keflavík. „Þú vissir það sem andstæðingur Keflavíkur að þeir væru að fara skora, keyra hratt og allt þetta. Það er dálítið ógnvekjandi en þú vissir líka að þú værir að fara fá þitt. Takið það burt, þetta er ekkert annað en að reyna aðeins meira á sig og það er ekki óraunhæft að biðja um það.“ „Til að verða Íslandsmeistarar þurfa þeir að taka þetta skrefinu lengra en þeir gerðu í fyrra varnarlega séð,“ sagði Helgi Már um lið Keflavíkur. Merkir viðburðir í GAZ-sögunni Pavel ætlar í þáttum sínum að útskýra hugtakið GAZ betur fyrir fólki og til að gera það verður liðurinn „Merkir viðburðir í GAZ-sögunni“ á dagskrá. Hér er eitt dæmi: „Dag einn er ég var á smá hraðferð ætlaði ég að hoppa inn í Sundhöllina og ná smá gufu. Þetta átti að vera inn og út leiðangur. Þegar ég var við það að labba inn um hliðið tek ég eftir manni sem situr við gluggann og fylgist með mannlífinu í lauginni. Hann sötrar kaffi og það er stóísk ró yfir honum, eins og hann vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki.“ „Við nánari athugun byrjar að læðast að mér sá grunur að ég þekki kauða. Jú þetta var Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og varaformaður Liverpool-fjölskyldunnar. Ég íhugaði hvort ég ætti að kasta kveðju á hann, ég var jú á hraðferð en það var eitthvað við fas hans sem kallaði á mig.“ „Ég nálgast hann og hann snýr sér að mér, það kemur bros yfir andlit hans og hann dregur fram stól fyrir mig. Ég ákveð að gefa mér tvær mínútur með honum en svo er það beinustu leið í gufuna. Hann gekk strax á mig með krefjandi spurningar varðandi líf hins unga atvinnumanns.“ „Það var aðdáunarvert hvernig hann dýfði sér strax í það sem skiptir máli. Ekkert hjal, ekkert hvernig er fjölskyldan. Hann tók greinilega hvernig ég eygði kaffibollann hans og útskýrði fyrir mér hvernig hann fylltist ákveðinni núvitund í gegnum fríar kaffiuppáhellingar í sundlauginni. Ætti ég að fá mér einn?“ „Já til fjandans með það, þetta eru litlir bollar. Einn lítill kaffibolli varð að tveimur og svo þremur. Tíminn leið og gufan gleymdist. Á endanum þurfti ég að rjúka, var að verða of seinn á næsta stað. Við stöndum upp, kveðjumst og færum okkur nær dyrunum. Ég útskýri fyrir honum að ég náði ekki gufunni minni en ég sæi ekki eftir neinu.“ „Þá brosir hann og segir: „Ekki ég heldur.“ Það rann þá upp fyrir mér að Baldur hafði sjálfur fórnað sundferðinni sinni. Hann hafði dýft svo mikið sem litlu tá ofan í. Hér voru tveir menn sem létu GAZ-ið taka yfir og ýttu öllu öðru til hliðar. Við föðmuðum hvorn annan og fórum sitt í hvora áttina, endurnærðir eftir sundsprettinn í GAZ-lauginni.“ Hlusta má á þátt tvö af GAZinu hér að neðan. Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Sjá meira
Í þættinum ræða þeir félagar Keflavík og hvað þarf að gerast til að liðið verði Íslandsmeistari vorið 2025. Þeir ræða að sjálfsögðu KR þar sem þeir unnu titil eftir titil sex ár í röð. Þá fer Pavel yfir merka viðburði i GAZ-sögunni sem og mýtuna sem er að leikmenn geti hvílt sig fyrir úrslitakeppni. Engin klisja en besta varnarliðið vinnur „Við skulum gera aðeins meiri kröfur en að „þeir reyndu aðeins á sig í vörn.“ Engar klisjur en þú ert ekki að vinna neinn titil ef þú ætlar ekki að spila vörn,“ segir Pavel við Helga Má þegar þeir ræða lið Keflavíkur í þættinum. Helgi Már bendir í kjölfarið á að besta varnarliðið hafi ávallt staðið uppi sem Íslandsmeistari síðasta áratug. „Ég er ekki að biðja um fimm skref áfram, ég er að biðja um eitt lítið. Er ekki að biðja um súper taktískar varnarfærslur eða læra kerfin hjá hinu liðinu, þeir eru ekki að fara gera það og þurfa þess ekki.“ „Ég ætla að reyna aðeins meira á mig,“ er það eina sem menn þurfa að gera bætir Pavel við áður en hann hélt áfram að ræða Keflavík. „Þú vissir það sem andstæðingur Keflavíkur að þeir væru að fara skora, keyra hratt og allt þetta. Það er dálítið ógnvekjandi en þú vissir líka að þú værir að fara fá þitt. Takið það burt, þetta er ekkert annað en að reyna aðeins meira á sig og það er ekki óraunhæft að biðja um það.“ „Til að verða Íslandsmeistarar þurfa þeir að taka þetta skrefinu lengra en þeir gerðu í fyrra varnarlega séð,“ sagði Helgi Már um lið Keflavíkur. Merkir viðburðir í GAZ-sögunni Pavel ætlar í þáttum sínum að útskýra hugtakið GAZ betur fyrir fólki og til að gera það verður liðurinn „Merkir viðburðir í GAZ-sögunni“ á dagskrá. Hér er eitt dæmi: „Dag einn er ég var á smá hraðferð ætlaði ég að hoppa inn í Sundhöllina og ná smá gufu. Þetta átti að vera inn og út leiðangur. Þegar ég var við það að labba inn um hliðið tek ég eftir manni sem situr við gluggann og fylgist með mannlífinu í lauginni. Hann sötrar kaffi og það er stóísk ró yfir honum, eins og hann vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki.“ „Við nánari athugun byrjar að læðast að mér sá grunur að ég þekki kauða. Jú þetta var Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og varaformaður Liverpool-fjölskyldunnar. Ég íhugaði hvort ég ætti að kasta kveðju á hann, ég var jú á hraðferð en það var eitthvað við fas hans sem kallaði á mig.“ „Ég nálgast hann og hann snýr sér að mér, það kemur bros yfir andlit hans og hann dregur fram stól fyrir mig. Ég ákveð að gefa mér tvær mínútur með honum en svo er það beinustu leið í gufuna. Hann gekk strax á mig með krefjandi spurningar varðandi líf hins unga atvinnumanns.“ „Það var aðdáunarvert hvernig hann dýfði sér strax í það sem skiptir máli. Ekkert hjal, ekkert hvernig er fjölskyldan. Hann tók greinilega hvernig ég eygði kaffibollann hans og útskýrði fyrir mér hvernig hann fylltist ákveðinni núvitund í gegnum fríar kaffiuppáhellingar í sundlauginni. Ætti ég að fá mér einn?“ „Já til fjandans með það, þetta eru litlir bollar. Einn lítill kaffibolli varð að tveimur og svo þremur. Tíminn leið og gufan gleymdist. Á endanum þurfti ég að rjúka, var að verða of seinn á næsta stað. Við stöndum upp, kveðjumst og færum okkur nær dyrunum. Ég útskýri fyrir honum að ég náði ekki gufunni minni en ég sæi ekki eftir neinu.“ „Þá brosir hann og segir: „Ekki ég heldur.“ Það rann þá upp fyrir mér að Baldur hafði sjálfur fórnað sundferðinni sinni. Hann hafði dýft svo mikið sem litlu tá ofan í. Hér voru tveir menn sem létu GAZ-ið taka yfir og ýttu öllu öðru til hliðar. Við föðmuðum hvorn annan og fórum sitt í hvora áttina, endurnærðir eftir sundsprettinn í GAZ-lauginni.“ Hlusta má á þátt tvö af GAZinu hér að neðan.
Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Sjá meira