Lífið

Leikarinn John Amos látinn

Atli Ísleifsson skrifar
John Amos í hlutverki Major Grant í Die Hard 2.
John Amos í hlutverki Major Grant í Die Hard 2.

Bandaríski leikarinn John Amos er látinn, 84 ára að aldri. Hann átti langan og farsælan feril sem leikari þar sem hann fór meðal annars með hlutverk hins fullorðna Kunta Kinte í þáttunum Roots og illmennisins Major Grant í Die Hard 2.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá andlátinu í gær þar sem vísað var í yfirlýsingu frá syni Amos þar sem hann segir föður sinn hafa verið góðan mann með hjarta af gulli. Hann lést í Los Angeles þann 21. ágúst síðastliðinn.

Á sínum yngri árum var hann liðtækur fótboltamaður en sneri sér svo að leiklist. Hann fór með hlutverk James Evans eldri í þáttunum Good Times sem framleiddir voru á árunum 1974 til 1976.

Amos hlaut tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir túlkun sína á Kunta Kinte í Roots-þáttunum árið 1977, en um aldamótin vakti hann svo aftur athygli fyrir túlkun sína á Percy Fitzwallace aðmíráls í þáttunum West Wing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.