Innlent

Vaxtalækkun í Seðla­banka og á­kall frá Blóðbanka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en peningastefnunefnd ákvað í morgun að lækka stýrivexti bankans í fyrsta sinn frá árinu 2020. 

Við heyrum einnig viðbrögð frá fulltrúum bankanna og verkalýðshreyfingarinnar við tíðindunum sem komu mönnum mismikið á óvart. 

Þá heyrum við í Þovaldi Þórðarsyni sen segir marga aðra staði á landinu betri kosti fyrir nýjan flugvöll en Hvassahraun.

Að auki förum við í blóðbankann og ræðum við formann Blóðgjafafélagsins sem hvetur fólk til að skrá sig til leiks hjá bankanum.

Í sportpakkanum verður fjallað um landsliðið í fótbolta en hópurinn fyrir komandi verkefni verður opinberaður í dag.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 2. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×