Sigmundur birtist fyrirvaralaust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 13:39 Þingmennirnir hafa svo sannarlega brugðið á leik í kjördæmaviku. Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp. Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval? Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval?
Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira