„Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. október 2024 21:55 Ólafur Jónas Sigurðsson fékk draumabyrjun í kvöld í fyrsta leik með Stjörnuna Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, gat sennilega ekki beðið um betri byrjun en að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrsta leik haustsins en Stjarnan lagði Keflavík í kvöld 71-64. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira