Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fallist hafi verið á kröfu Lögreglustjórans á Austurlandi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi.
Þá segir að rannsókn málsin sé í fullum gangi og miði vel. Mikil vinna sé framundan við úrvinnslu gagna, sem muni taka tíma.
Frekari upplýsinga um málið frá lögreglu sé ekki að vænta að svo stöddu.