Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 12:04 Samúel Kári Friðjónsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Stjarnan FC Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur ákveðið að snúa heim til Íslands, 28 ára gamall, eftir langa veru í atvinnumennsku erlendis. Hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við Stjörnuna. „Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er ég hæstánægður með að vera kominn í Stjörnuna og að allt sé klappað og klárt,“ segir Samúel Kári í fréttatilkynningu. „Stjarnan er á mjög spennandi vegferð og leikstíll þeirra hentar mér mjög vel og hlakkar mig mikið til þess að taka þátt í því, og vonast til að geta nýtt reynslu mína í þetta verkefni ásamt þvi að gera atlögu á titla og Evrópu,” sagði Samúel Kári. Samúel Kári er uppalinn hjá Keflavík og lék þar sína fyrstu meistaraflokksleiki áður en hann gekk í raðir Reading á Englandi, aðeins 17 ára gamall. Hann var hjá Reading til ársins 2016, en lék þó ekki með aðalliði félagsins, og fór svo til Vålerenga í Noregi. Hann var leikmaður Vålerenga þegar hann var valinn í fyrsta HM-hóp íslenskrar fótboltasögu, sem fór til Rússlands 2018, og á alls að baki átta A-landsleiki. Samúel Kári lék einnig sem lánsmaður hjá Viking, í norsku úrvalsdeildinni, en fór svo til Paderborn í Þýskalandi í janúar 2020 og lék fimm leiki í efstu deild Þýskalands. Hann sneri svo aftur til Viking en fór þaðan til Atromitos á Grikklandi þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. „Það er gríðarlega ánægjulegt að fá Samúel til liðs við okkur og við erum sannfærðir um að hann muni smellpassa inní það sem við höfum verið að gera í Garðabænum undanfarin ár. Eins og flestir vita þá tókum við fyrir nokkrum árum ákvarðanir um hvernig við viljum staðsetja okkur í íslenskum fótbolta og höfum unnið markvisst að þeirri hugmyndafræði og höfum verið leiðandi í því og núna er kominn tími til að stíga næstu skref á þeirri vegferð sem við höfum verið á. Liðið okkar er frábært og það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá okkur í Stjörnunni,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla í fótbolta hjá Stjörnunni. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er ég hæstánægður með að vera kominn í Stjörnuna og að allt sé klappað og klárt,“ segir Samúel Kári í fréttatilkynningu. „Stjarnan er á mjög spennandi vegferð og leikstíll þeirra hentar mér mjög vel og hlakkar mig mikið til þess að taka þátt í því, og vonast til að geta nýtt reynslu mína í þetta verkefni ásamt þvi að gera atlögu á titla og Evrópu,” sagði Samúel Kári. Samúel Kári er uppalinn hjá Keflavík og lék þar sína fyrstu meistaraflokksleiki áður en hann gekk í raðir Reading á Englandi, aðeins 17 ára gamall. Hann var hjá Reading til ársins 2016, en lék þó ekki með aðalliði félagsins, og fór svo til Vålerenga í Noregi. Hann var leikmaður Vålerenga þegar hann var valinn í fyrsta HM-hóp íslenskrar fótboltasögu, sem fór til Rússlands 2018, og á alls að baki átta A-landsleiki. Samúel Kári lék einnig sem lánsmaður hjá Viking, í norsku úrvalsdeildinni, en fór svo til Paderborn í Þýskalandi í janúar 2020 og lék fimm leiki í efstu deild Þýskalands. Hann sneri svo aftur til Viking en fór þaðan til Atromitos á Grikklandi þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. „Það er gríðarlega ánægjulegt að fá Samúel til liðs við okkur og við erum sannfærðir um að hann muni smellpassa inní það sem við höfum verið að gera í Garðabænum undanfarin ár. Eins og flestir vita þá tókum við fyrir nokkrum árum ákvarðanir um hvernig við viljum staðsetja okkur í íslenskum fótbolta og höfum unnið markvisst að þeirri hugmyndafræði og höfum verið leiðandi í því og núna er kominn tími til að stíga næstu skref á þeirri vegferð sem við höfum verið á. Liðið okkar er frábært og það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá okkur í Stjörnunni,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla í fótbolta hjá Stjörnunni.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira