Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-1 | Gestirnir taka bronsið Einar Kárason skrifar 5. október 2024 16:10 Nýliðar Víkings enda tímabilið í 3. sæti. Vísir/Hulda Margrét Víkingur endar í 3. sæti Bestu deildar kvenna í knattpsyrnu eftir 1-0 útisigur á Akureyri. Þriðja sætið var undir þegar Þór/KA tók á móti Víking á Akureyri í dag. Heimastúlkum dugði stig til að tryggja þriðja sætið en gestirnir þurftu stigin þrjú. Víkingur byrjaði leikinn vel og sáu mikið af boltanum í upphafi leiks, þó án þess að skapa nein marktækifæri. Þegar líða tók á hálfleikinn komst Þór/KA meira inn í leikinn og voru betri aðilinn. Þrátt fyrir nokkur fín marktækifæri heimaliðsins vildi boltinn ekki inn og leikurinn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Víkingur hóf síðari hálfleikinn vel og var hann tíu mínútna gamall þegar ísinn var brotinn. Freyja Stefánsdóttir skoraði þá fyrir gestina með góðu skoti við vítateigslínu eftir vandræðagang í vörn Þór/KA. Boltinn í hornið fjær og Víkingur með bronsið í höndunum. Heimastúlkur sóttu og sóttu eftir markið og uppskáru mörg góð færi en ekkert þeirra jafn gott og færi Söndru Maríu Jessen þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Brotið var á Hildi Önnu Birgisdóttur inni í teig Víkinga og dómari leiksins benti umsvifalaust á punktinn. Sandra María, leikmaður mótsins og markadrottning deildarinnar með 22 mörk, steig upp en vítaspyrna hennar hafnaði í stönginni og þaðan út í teig áður en varnarmenn gestanna náðu að hreinsa. Sandra fékk svo annað tækifæri stuttu síðar en Birta Guðlaugsdóttir í marki Víkings gerði frábærlega í að komast fyrir skot hennar af stuttu færi. Víkingsstúlkur börðust hetjulega til leiksloka og héldu fengnum hlut. Eftir fjórar mínútur af uppbótartíma gall loka flautið og Víkingur í þriðja sæti Bestu deildar kvenna. Atvikin Tvö atvik standa upp úr eftir þennan leik. Það fyrsta í fyrri hálfleik þegar Birta, markvörður gestanna, tók Söndru Maríu niður fyrir utan teig. Birta fékk að líta gula spjaldið en stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar Þórs/KA vildu dekkri lit á spjaldið. Hitt atvikið er vítaspyrna Söndru Maríu sem fór forgörðum en flestir hefðu sett hús sitt og bíl á að boltinn myndi hafna í netinu. Stjörnur og skúrkar Birta Guðlaugsdóttir var frábær í liði Víkings í dag. Varði nokkru sinnum vel og greip inn í þegar þess þurfti, en hún hefði mögulega geta endað hinumegin í dálknum sem skúrkur ef liturinn hefði verið annar á spjaldinu í fyrri hálfleik. Bergdís Sveinsdóttir sýndi einnig lipra takta rétt eins og markaskorarinn Freyja Stefánsdóttir. Sandra María Jessen hefur átt frábært sumar og var verðskuldað valin leikmaður mótsins. Fyrir leik dagsins hafði hún skorað 22 mörk í jafnmörgum leikjum en dagurinn í dag var ekki hennar dagur. Fékk nokkur tækifæri til að skora en ekkert betra en það af vítapunktinum. Umgjörð og stemmning Veðrið lék við áhorfendur í dag sem gátu fengið sér flottar veitingar fyrir leik og í hálfleik. Áhorfendur voru 157 talsins og heyrðist vel í þeim úr stúkunni. Dómarinn Jovan Subic þurfti að taka tvær risa ákvarðanir í leiknum en bæði þau atvik eru skráð hér að ofan. Án þess að hafa endurskoðað þær ákvarðanir skal leyfa honum að njóta vafans og segja þær réttar. Þetta var ekki auðveldur leikur að dæma en teymið kemst ágætlega frá honum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Víkingur Reykjavík
Víkingur endar í 3. sæti Bestu deildar kvenna í knattpsyrnu eftir 1-0 útisigur á Akureyri. Þriðja sætið var undir þegar Þór/KA tók á móti Víking á Akureyri í dag. Heimastúlkum dugði stig til að tryggja þriðja sætið en gestirnir þurftu stigin þrjú. Víkingur byrjaði leikinn vel og sáu mikið af boltanum í upphafi leiks, þó án þess að skapa nein marktækifæri. Þegar líða tók á hálfleikinn komst Þór/KA meira inn í leikinn og voru betri aðilinn. Þrátt fyrir nokkur fín marktækifæri heimaliðsins vildi boltinn ekki inn og leikurinn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Víkingur hóf síðari hálfleikinn vel og var hann tíu mínútna gamall þegar ísinn var brotinn. Freyja Stefánsdóttir skoraði þá fyrir gestina með góðu skoti við vítateigslínu eftir vandræðagang í vörn Þór/KA. Boltinn í hornið fjær og Víkingur með bronsið í höndunum. Heimastúlkur sóttu og sóttu eftir markið og uppskáru mörg góð færi en ekkert þeirra jafn gott og færi Söndru Maríu Jessen þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Brotið var á Hildi Önnu Birgisdóttur inni í teig Víkinga og dómari leiksins benti umsvifalaust á punktinn. Sandra María, leikmaður mótsins og markadrottning deildarinnar með 22 mörk, steig upp en vítaspyrna hennar hafnaði í stönginni og þaðan út í teig áður en varnarmenn gestanna náðu að hreinsa. Sandra fékk svo annað tækifæri stuttu síðar en Birta Guðlaugsdóttir í marki Víkings gerði frábærlega í að komast fyrir skot hennar af stuttu færi. Víkingsstúlkur börðust hetjulega til leiksloka og héldu fengnum hlut. Eftir fjórar mínútur af uppbótartíma gall loka flautið og Víkingur í þriðja sæti Bestu deildar kvenna. Atvikin Tvö atvik standa upp úr eftir þennan leik. Það fyrsta í fyrri hálfleik þegar Birta, markvörður gestanna, tók Söndru Maríu niður fyrir utan teig. Birta fékk að líta gula spjaldið en stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar Þórs/KA vildu dekkri lit á spjaldið. Hitt atvikið er vítaspyrna Söndru Maríu sem fór forgörðum en flestir hefðu sett hús sitt og bíl á að boltinn myndi hafna í netinu. Stjörnur og skúrkar Birta Guðlaugsdóttir var frábær í liði Víkings í dag. Varði nokkru sinnum vel og greip inn í þegar þess þurfti, en hún hefði mögulega geta endað hinumegin í dálknum sem skúrkur ef liturinn hefði verið annar á spjaldinu í fyrri hálfleik. Bergdís Sveinsdóttir sýndi einnig lipra takta rétt eins og markaskorarinn Freyja Stefánsdóttir. Sandra María Jessen hefur átt frábært sumar og var verðskuldað valin leikmaður mótsins. Fyrir leik dagsins hafði hún skorað 22 mörk í jafnmörgum leikjum en dagurinn í dag var ekki hennar dagur. Fékk nokkur tækifæri til að skora en ekkert betra en það af vítapunktinum. Umgjörð og stemmning Veðrið lék við áhorfendur í dag sem gátu fengið sér flottar veitingar fyrir leik og í hálfleik. Áhorfendur voru 157 talsins og heyrðist vel í þeim úr stúkunni. Dómarinn Jovan Subic þurfti að taka tvær risa ákvarðanir í leiknum en bæði þau atvik eru skráð hér að ofan. Án þess að hafa endurskoðað þær ákvarðanir skal leyfa honum að njóta vafans og segja þær réttar. Þetta var ekki auðveldur leikur að dæma en teymið kemst ágætlega frá honum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti