Innlent

Lands­fundur ræðir stjórnar­slit og nýjum reglum um blóð­gjöf fagnað

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00. vísir

Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni. 

Einn af leiðtogum Hamas er sagður hafa verið drepinn ásamt fjölskyldu sinni í loftárásum Ísraelsmanna á flóttamannasvæði í Líbanon.

Formaður Samtakanna '78 fagnar mjög reglugerðarbreytingu sem mun gera samkynhneigðum körlum kleift að gefa blóð. Hún segir breytinguna löngu tímabæra en nú þegar hún sé gengin í gegn sé farsælla að horfa fram á veginn fremur en að dvelja við fortíðina.

Þetta og fleira í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×