Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 00:16 Donald Trump var umkringdur skotheldu gleri á fundinum enda ekki nema þrír mánuðir síðan reynt var að ráða hann af dögum á sama stað. Getty Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira