Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. október 2024 19:38 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. „Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
„Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira