Íslenski boltinn

Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna

Aron Guðmundsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, afhenti Bergrósu verðlaunin.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, afhenti Bergrósu verðlaunin. Mynd: KSÍ

Bergrós Lilja Unudóttir var kosin besti dómari Bestu deildar kvenna, en það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa.

Það er KSÍ sem greinir frá þessu í tilkynningu á heimasíðu sinni en hin 26 ára gamla Bergrós, sem hefur yfir að skipa nokkurra ára ferli sem dómari, dæmdi fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir ári síðan.

Það var Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem afhenti Bergrósu viðurkenninguna en keppni í Bestu deild kvenna lauk um síðastliðna helgi og var það Breiðablik sem stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir að markalaust jafntefli liðsins í hreinum úrslitaleik gegn Val nægði liðinu til þess að tryggja titilinn. Áhorfendamet var slegið á leiknum.

Besti leikmaður Bestu deildar kvenna árið 2024 er Sandra María Jessen, Þór/KA, en hún átti frábært tímabil, skoraði 22 mörk í 23 leikjum og varð einnig markahæsti leikmaður deildarinnar.

Sandra María Jessen átti skínandi tímabil með liði Þór/KA í sumarVísir/Pawel Cieslikiewicz

Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna árið 2024 er Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Breiðablik. Hrafnhildur Ása lék 23 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×