Innherji

Vilja klára stóra fjár­mögnun í að­draganda mögu­legra samninga við Novo Nor­disk

Hörður Ægisson skrifar
Daninn Søren Skou, fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók við sem nýr stjórnarformaður Controlant í byrjun árs en Gísli Herjólfsson er forstjóri félagsins.
Daninn Søren Skou, fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók við sem nýr stjórnarformaður Controlant í byrjun árs en Gísli Herjólfsson er forstjóri félagsins.

Controlant áformar að klára á næstu vikum allt að sjö milljarða króna fjármögnun, meðal annars með sölu á nýju hlutafé til núverandi og nýrra fjárfesta, í aðdraganda þess að tæknifyrirtækið vonast til að landa stórum samningi við danska lyfjarisann Novo Nordisk. Talsverður kurr er hjá sumum hluthöfum með að þeir fjárfestar sem komu inn í síðasta hlutafjárútboði Controlant, einkum lífeyrissjóðir, hafi fengið samþykkt sérstakt ákvæði sem ver þá gegn þeirri verulegu lækkun á hlutabréfaverði sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli.


Tengdar fréttir

Spá því að tekjur Controlant brjóti hundrað milljarða múrinn innan fárra ára

Gangi áætlanir Controlant eftir, sem boðar mikinn vöxt í Bandaríkjunum, þá munu tekjur íslenska hátæknifyrirtækisins margfaldast og fara vel yfir 100 milljarða króna á allra næstu árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst leggja félaginu til nærri þrjá milljarða í aukið hlutafé til að styðja við þann vöxt en verðmiðinn á Controlant um þessar mundir jafngildir rétt ríflega væntum árlegum rekstrarhagnaði samkvæmt spám stjórnenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×