Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2024 14:50 Hér má sjá þegar nemendur voru að koma sér fyrir inn í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Stúdentar í Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands stóðu fyrir verkfalli og mótmælum í hádeginu í dag. Gróflega áætlað voru um tvö hundruð manns samankomin til að krefjast þess að menntastofnanirnar skýrðu afstöðu sína. Nemendur LHÍ í Laugarnesi gengu út úr tíma klukkan 11.20 í morgun og gengu fylktu liði eftir Kringlumýrarbraut, Laugarvegi og að Stakkahlíð þar sem mótmælt var. Verkfallið hófst á Háskólatorgi þar sem ræður voru fluttar en svo héldu nemendur yfir í aðalbyggingu þar sem kröfur til rektors voru útlistaðar. Kröfurnar eru eftirfarandi, samkvæmt fréttatilkynningu: „Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ.“ Nemendur vilja draga stjórnendur menntastofnana til ábyrgðar.Vísir/Sigurjón Daníel Andrason, nemandi HÍ, er einn þeirra sem stóð að verkfallinu og mótmælunum. Hann sagði að ungt fólk gæti ekki þolað að horfa upp á svo mikið óréttlæti. „Þegar ungt fólk horfir upp á svona þá sér það óréttlæti blasa við og þegar svona mikill siðferðislegur tvískinnungur ríkir hjá okkar æðstu menntastofnunum, sem við horfum upp til, þá getum við ekki annað gert en að láta í okkur heyra,“ sagði Daníel. Háskólar Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. 5. október 2024 09:01 Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún, ég, Margrét Rut Eddudóttir hef nú mótmælt aðgerðaleysi þínu og ábyrgðarleysi í að verða eitt ár. Í eitt ár hafa þú og Bjarni Benediktsson lagt ykkur fram við að viðhalda þjóðarmorðinu í Palestínu og nú Líbanon. 6. október 2024 10:01 Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa. 2. ágúst 2024 22:40 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Nemendur LHÍ í Laugarnesi gengu út úr tíma klukkan 11.20 í morgun og gengu fylktu liði eftir Kringlumýrarbraut, Laugarvegi og að Stakkahlíð þar sem mótmælt var. Verkfallið hófst á Háskólatorgi þar sem ræður voru fluttar en svo héldu nemendur yfir í aðalbyggingu þar sem kröfur til rektors voru útlistaðar. Kröfurnar eru eftirfarandi, samkvæmt fréttatilkynningu: „Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ.“ Nemendur vilja draga stjórnendur menntastofnana til ábyrgðar.Vísir/Sigurjón Daníel Andrason, nemandi HÍ, er einn þeirra sem stóð að verkfallinu og mótmælunum. Hann sagði að ungt fólk gæti ekki þolað að horfa upp á svo mikið óréttlæti. „Þegar ungt fólk horfir upp á svona þá sér það óréttlæti blasa við og þegar svona mikill siðferðislegur tvískinnungur ríkir hjá okkar æðstu menntastofnunum, sem við horfum upp til, þá getum við ekki annað gert en að láta í okkur heyra,“ sagði Daníel.
Háskólar Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. 5. október 2024 09:01 Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún, ég, Margrét Rut Eddudóttir hef nú mótmælt aðgerðaleysi þínu og ábyrgðarleysi í að verða eitt ár. Í eitt ár hafa þú og Bjarni Benediktsson lagt ykkur fram við að viðhalda þjóðarmorðinu í Palestínu og nú Líbanon. 6. október 2024 10:01 Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa. 2. ágúst 2024 22:40 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. 5. október 2024 09:01
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún, ég, Margrét Rut Eddudóttir hef nú mótmælt aðgerðaleysi þínu og ábyrgðarleysi í að verða eitt ár. Í eitt ár hafa þú og Bjarni Benediktsson lagt ykkur fram við að viðhalda þjóðarmorðinu í Palestínu og nú Líbanon. 6. október 2024 10:01
Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa. 2. ágúst 2024 22:40