Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 08:02 Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson fóru vandlega yfir uppbótartímann í Kórnum, þegar Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira