Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 16:17 Gary Lineker hefur starfað í kringum enska boltann hjá BBC frá árinu 1999. Vísir/Getty Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“ Enski boltinn Bretland Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“
Enski boltinn Bretland Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira