Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp.
Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst þegar þau komu siglandi að gömlu tollabryggjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Friðrik tíundi Danakonungur og eiginkona hans María tóku þar á móti þeim.
Í íþróttapakkanum fáum við meðal annars að heyra um nýjustu vendingar í máli DeAndre Kane, leikmanns Grindavíkur í körfubolta, sem deildi við stuðningsmenn ÍR á leik liðanna síðastliðinn föstudag.