Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 12:39 Drengur með hund býr sig undir að yfirgefa heimili sitt í Port Richey í Flórída vegna fellibyljarins Miltons. Á hlera fyrir glugga er letrað „Burt með þig, Milton“. AP/Mike Carlson Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar. Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira