Heyrði varla í bónorðinu fyrir látum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2024 09:02 Berglind Jónsdóttir og Halldór Arnarsson voru að trúlofa sig í Tallin. Aðsend „Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum. Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum. Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum.
Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira