Ekkert á hreinu um næstu kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2024 19:21 Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra hinn 9. apríl á þessu ári. Hann segist reikna með að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið.Telji fólk erindi sínu lokið megi hins vegar ekki bíða lengi eftir kosningum. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga. Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23