Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 08:35 Sigríður Hrönn var sveitarstjóri í Súðavík þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, er látin, 65 ára að aldri. Sigríður Hrönn var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995 og fjórtán fórust. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira