Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 10:40 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. „Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“ Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Sjá meira
„Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“
Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Sjá meira