„Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 12:32 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafa verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan þjóðar fari versnandi. Samtökin hafa sent stjórnvöldum enn eina umsögnina þess efnis. Það þurfi stórefla forvarnir og hætta að tala bara um einstaka átak sem fjari svo út eftir nokkra daga. Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira