Körfubolti

Gaz-leikur Pa­vels: „Það eru margir há­karlar að synda í kringum Val“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gömlu liðsfélagarnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon að gaza. 
Gömlu liðsfélagarnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon að gaza.  stöð 2 sport

Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda.

Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld.

Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld.

„Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum.

„Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“

Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ.

Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals.

„Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel.

„Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“

Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.


Tengdar fréttir

Gaz-leikur Pa­vels: Stans­laust djamm gegn bingó­kvöldi

Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×