Fótbolti

Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wojciech Szczesny ætlar ekki að slökkva í sígarettunni.
Wojciech Szczesny ætlar ekki að slökkva í sígarettunni.

Nýjasti leikmaður Barcelona, pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny, hefur engan áhuga á að hætta að reykja.

Szczesny yfirgaf Juventus í sumar og tilkynnti í kjölfarið að hann væri hættur í fótbolta. Þegar Marc-André ter Stegen, aðalmarkvörður Barcelona, meiddist illa heyrðu Börsungar hljóðið í Szczesny og hann samþykkti að taka skóna af hillunni.

Íþróttamenn sem reykja eru í útrýmingarhættu en Szczesny er einn af síðustu geirfuglunum. Og hann ætlar ekki að slökkva í sígarettunni.

„Ég reyki ekki fyrir framan börn. Ég er ekki slæm fyrirmynd. En fólk tekur myndir af mér að reykja bak við tré þar sem ég sé það ekki einu sinni. Ég reyni að fela þetta,“ sagði Szczesny ákveðinn við Mundo Deportivo.

„Það kemur engum við að ég reyki. Ef einhver heldur að hann geti breytt mínu persónulega lífi, reyndu aftur. Það hefur aldrei virkað.“

Szczesny á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Barcelona en Inaki Pena hefur varið mark liðsins síðan Ter Stegen meiddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×