Hann stal þá boltanum í leik gegn meisturum Kansas City Chiefs. Ekki bara það heldur hélt hann af stað með boltann.
Siglingin á stóra manninum vakti gríðarlega athygli enda ekki algengt að sjá svona stóran mann hlaupa þetta hratt.
Þeir sem til þekkja voru þó ekki hissa enda er Saunders mikill íþróttamaður og hefur margoft sýnt tilþrif sem aðra menn í hans þyngdarflokki getur aðeins dreymt um að gera.
Hann fer til að mynda auðveldlega í heljarstökk. Strákarnir í Lokasókninni kíktu á kappann eins og sjá má hér að neðan.