Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi. Hareide situr fyrir svörum á blaðamannafundi sem er að hefjast.
Ísland mætir Wales annað kvöld á Laugardalsvelli og Tyrklandi á mánudaginn. Albert er staddur á Ítalíu, þar sem hann er leikmaður Fiorentina, og því þyrfti að hafa hraðar hendur sé vilji til þess að hann tæki þátt í leiknum við Wales á morgun.
„Eins og staðan er núna, þegar þetta mál er búið að fara í gegnum réttarkerfið og niðurstaða komin, þá er það þjálfarans að meta það hvort hann kalli leikmanninn inn í hópinn,“ sagði Þorvaldur við Vísi.
„Það er alveg skýrt í okkar reglum að núna er það undir þjálfaranum komið að ákveða hvort hann velji leikmanninn. Við getum ekki tjáð okkur um málið eða niðurstöðuna að öðru leyti,“ sagði Þorvaldur.