Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:02 George Baldock lék lengi með Sheffield United. getty/Mike Egerton Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira