Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 18:47 Albert Guðmundsson og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Möguleiki er á því að Albert Guðmundsson komi til móts við íslenska landsliðið í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þetta segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands. Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn