Englendingar töpuðu leiknum, 1-2, en Vangelis Pavlidis skoraði bæði mörk Grikkja sem eru með fullt hús stiga í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Saka haltraði og settist svo á grasið eftir að Pavlidis kom Grikklandi í 0-1 í upphafi seinni hálfleiks. Hann var svo tekinn af velli og Noni Madueke, leikmaður Chelsea, kom inn á í hans stað.
„Við erum að kanna stöðuna á honum. Í aðdraganda fyrsta marksins sást augljóslega að hann fann fyrir einhverju,“ sagði Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins.
England mætir Finnlandi í Helsinki á sunnudaginn en ekki liggur fyrir hvort Saka verður með í þeim leik.
Næsti leikur Arsenal er gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 19. október.