Teknó baróninn á Radar á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:02 Dave Clarke er 56 ára gamall og ólst upp í Bretlandi. Mynd/Beatrice Photography Bresti tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dave Clarke kemur fram á Radar ásamt víetnamska plötusnúðinum DJ Chica um helgina. „Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Sjá meira
„Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Sjá meira
Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02
Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00
Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08