Ísland má ekki vera söluvara erlendra glæpagengja Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2024 08:02 Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að allir þeir sem koma að landmærum Íslands til að sækja um hæli verði tafarlaust sendir til baka. Þeir missi jafnframt réttinn til að sækja um vernd á Íslandi. Þá væri ekki hægt að ætlast til að Íslendingar aðlagi sig að menningu og siðum þeirra sem hingað flytja, heldur verði fólk sem vilji búa hér að aðlaga sig að íslensku samfélagi. Formaður Miðflokksins ræddi stöðuna í útlendingamálum og í stjórnmálunum almennt í Samtalinu síðast liðinn fimmtudag. En Sigmundur Davíð er forystumaður með fortíð. Hann kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin á upphafsmánuðum hrunsins og var óvænt kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009. Vegur hans hélt áfram að vaxa og eftir kosningar 2013 varð hann forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Eftir birtingu Panamaskjalanna hrökklaðist hann úr embætti, yfirgaf Framsóknarflokkinn um ári síðar og stofnaði Miðflokkinn. Hinn nýi flokkur missti helming fylgisins í síðustu kosningum en mælist nú næst stærsti flokkurinn landsins í könnunum. Það er sögulegt að nú skuli tveir flokkar njóta meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn í hverri könnun á fætur annarri, hver er skýringin að þínu mati? „Ég held að þetta skýrist að nokkru leyti af almennum breytingum í stjórnmálunum. Ég held líka að þetta sé afleiðing af því, sem ég hef iðulega nefnt þegar ég hef verið spurður um skoðanakannanir í þessi fimmtán ár sem ég hef verið verið í þessu, að það borgi sig ekki til lengri tíma litið að elta kannanir,“ sagði Sigmundur Davíð í Samtalinu á fimmtudag. Vænlegra væri að halda sínu striki og tala fyrir því sem menn hefðu trú á þótt það kunni að breytast með nýjum upplýsingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn ekki láta skoðanakannanir ráða för. Áhersla væri á staðfestu í stefnu flokksins sem nú væri vonandi að skila sér samkvæmt könnunum.Vísir/Vilhelm „Ekki reyna að elta tíðarandann eða kannanirnar. Ég hef séð miklar sveiflur í minni tíð sem stjórnmálamaður en alltaf haft trú á því að kjósendur myndu virða það á endanum að menn væru samkvæmir sjálfum sér. Héldu sínu striki. Ræddu þau mál sem eru erfið og ekki alltaf til vinsælda fallin. En þegar sannleikurinn kæmi í ljós myndu menn uppskera fyrir það. Sigmundur Davíð leggur því mikla áherslu á stefnufestu á hverju sem gengur. Og það hefur sannarlega mikið brölt átt sér stað á ferli þessa 49 ára gamla stjórnmálamanns sem þjóðin þekkti helst sem fréttamann á RÚV áður en hann sigraði flestum að óvörum formannskjör í Framsóknarflokknum aðeins 33 ára gamall í janúar 2009. Fyrirboði í formannskjöri Framsóknarflokksins Formannskjörið í Framsóknarflokknum fól í sér einhvers konar fyrirboða vegna þess þegar atkvæði voru talinn var fyrst tilkynnt fyrir fullum sal landsþingsfulltrúa að Höskuldur Þórhallsson hefði sigrað og því var fagnað. Örfáum mínutum síðar var það hins vegar leiðrétt og Sigmundur Davíð lýstur sigurvegari. Umræðan um Panamaskjölin og þátt Sigmundar Davíðs í því máli verður ekki rifjuð upp í smáatriðum hér. En málið leiddi til afsagnar hans úr embætti forsætisráðherra hinn 5. apríl 2016 og boðað var til snemmkosninga hinn 29. október það sama ár. Framsóknarflokkurinn hélt landsþing nokkrum vikum fyrir þessar kosningar þar sem varaformaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson bauð sig fram gegn Sigmundi Davíð og sigraði hann með naumindum með 52,6 prósent atkvæða. Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk hinn 15. september ári síðar var aftur boðað til kosninga í október 2017. Sigmundur Davíð sagði skilið við Framsóknarflokkinn og stofnaði Miðflokkinn rétt fyrir kosningar sem gekk vel í kosningunum náði sjö mönnum á þing. Um ári síðar brast Klausturmálið á með miklum látum. Upptaka af samtölum Sigmundar Davíðs, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar þingmanna Flokks fólksins var gerð opinber. Það mál átti eftir að hafa víðtækar pólitískar afleiðingar og gengu Ólafur og Karl Gauti fljótlega eftir það í Miðflokkinn. Vísir/Vilhelm Í ljósi mikils fylgis Miðflokksins í könnunum að undanförnu var Sigmundur Davíð spurður hvort þjóðin væri annð hvort búin að gleyma bæði Panamaskjölunum og Klausturmálinu eða einfaldlega búin að fyrirgefa? „Ég held að það þurfi hvorki að gleyma né fyrirgefa,“ sagði Sigmundur Davíð og bauðst til að leggja allan þáttinn undir þau mál. Skipuleg aðför að forsætisráðherra Íslands „Þetta eru náttúrlega tvö dæmi sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja algerlega ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti á Íslandi. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði formaður Miðflokksins. Leið þessara aðila til að losna við ríkisstjórnina hafi verið að losna við höfuð hennar. Farið hafi verið í alls konar skrumskælingar og sýningar sem handrit hafði verið skrifað að fyrirfram. „Ég var búinn að upplýsa um allt í þessu máli tveimur til þremur vikum áður en menn fara svo að segja fréttir af því. Af því það máttu ekki koma fréttir áður en sýningin hæfist. Og um hvað snérist þetta á endanum? Þetta snérist um að sýna fram á að konan mín hefði verið einhver samviskusamasti skattgreiðandi Íslands og ætti kannski fremur að fá gullskjöld frá Skattinum heldur en þessa meðferð. Hafandi haft möguleika á því að geyma féð annars staðar þar sem þar sem mögulega væri lægri sköttun.“ Hún hafi hins vegar alltaf verið íslenskur skattaðili og greitt fulla íslenska skatta. Það hefði. Hins vegar komið í ljós eftir dúk og disk. Hlerunin á Klausturbar aðför að lýðræðinu „Hitt atriðið, hlerunarmálið, var náttúrlega ótrúleg aðför,“ segir. Sigmundur Davíð sem sagðist kalla þetta hlerunarmálið en ekki Klausturmálið þar sem málið hafi ekki verið staðnum að kenna. „Það var náttúrlega með stökustu ólíkindum og gríðarlegur ólgusjór,“ segir formaðurinn. Hann hafi prentað út allar fréttir sem höfðu birst af málinu fram að samkvæmi hjá flokknum. Þá hafi þær verið fjögur þúsund og fimm hundruð. Þannig að það hafi mikið verið lagt í þetta mál og allt skrumskælt og snúið út úr því. Vísir/Vilhelm Þetta ætti kannski einhvern tíma eftir að verða kannski bók sem yrði skemmtileg aflestrar. En þótt honum hafi þótt það fáranlegt framtak hjá Alþingi á sínum tíma að fá mann til að hlusta á upptökurnar frá samtölunum á Klausturbar og skrifa þær upp, hafi það verið heppilegt eftir á að hyggja. Hann hafi pirrað sig á að Alþingi hagaði sér eins og Stasi, leyniþjónusta Austur Þýskalands. Hann hafi engu að síður að lokum látið sig hafa það að lesa handritið. „Og þetta var bara hin ágætasta lesning,“ segir Sigmundur Davíð. Á Klausturbar höfðu aðallega Gunnar Bragi og Bergþór haft uppi sóðalegt orðbragð um aðallega Lilju Alfreðsdóttur núverandi menningar- og viðskiptaráðherra og Ingu Sæland formann Flokks fólksins. Aðrir á staðnum voru fremur viðhlægendur en þáttakendur í orðbragðinu sem ofbauð mörgum. „Menn segja eitt og annað við svona aðstæður. Ég hafði, eins og ég gat um, lent í því hundrað sinnum að minnsta kosti með fólki úr öllum flokkum við sambærilegar aðstæður áður og ég hef lent í því hundrað sinnum eftir. Það er svolítið áhugavert að þetta breyttist ekkert. Menn koma saman og kasta einhverju fram sem fær allt aðra merkingu ef það er sett í nýtt samhengi frá því sem átti sér stað,“ sagði Sigmundur Davíð í Samtalinu. Að hans mati hefði átt að taka þetta mál miklu fastari tökum. „Því þetta var lýðræðsleg aðför og við getum ekki látið það viðgangast að það sé njósnað um fólk og þær upplýsingar síðan misnotaðar með þeim hætti sem þarna var gert.“ Panamaskjölin og afsögn Þegar uppljóstranirnar úr Panama skjölunum komu fram og Sigmundur Davíð sagði að lokum af sér embætti forsætisráðherra, sagði Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í þáverandi stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn í viðtali við Stöð 2, að í hans huga hefði ráðið mestu að Sigmundur Davíð virtist vera einn af kröfuhöfunum í þrotabú Landsbankans og því beggja vegna borðs. Þegar þetta var rifjað upp í Samtalinu kom það Sigmundi Davíð á óvart, enda gerist þetta í hita leiksins eftir fundi forystumanna stjórnarflokkanna með Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands. „Í alvöru talað, sagði hann það,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann ætlaði að taka þessum fullyrðingum með fyrirvara, því hann efaðist um að Bjarni hafi ekki verið betur inni í málum en svo. „En í öllu falli er algerlega ljóst að það var einn maður sem barðist fyrir því að taka eins mikið og kostur væri af kröfuhöfunum. Átti þar í stríði við allt embættismannakerfið, við samstarfsflokkinn oft á tíðum og jafnvel menn innanflokks. Því ég var sannfærður um að þetta væri það sem væri réttlátt. Að kröfuhafar yrðu látnir gefa eftir meira af sínu. Jafnvel þótt það hefði áhrif á ákveðna kröfuhafa sem höfðu átt peninga í bönkunum í formi skuldabréfa fyrir hrunið. Þeir þyrftu bara að taka á sig högg,“ segir Sigmundur Davíð. Á þessum tímapunkti hafi flestir kröfuhafar verið nýir. Aðrir hafi selt kröfur sínar á kannski á tvö prósent af andvirði þeirra. Það hafi kannski þótt sanngjarnt að refsa þeim sem áttu lögmætar kröfur á bankana aftur en það hefði verið nauðsynlegt í þágu þjóðarhags og heildarinnar. Vogunarsjóðir hótuðu forsætisráðherra Sigmundur Davíð talar um skipulega aðför að honum og ríkisstjórninni í tengslum við Panama skjölin. Þar voru hundruð og jafnvel þúsundir einstaklinga nefndir til sögunnar. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? „Þú getur ekki fengið allt handritið að bókinni áður en hún kemur út,“ segir formaðurinn en jánkar því að þar hafi jafnvel pólitískir aðilar verið á ferð. „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá á ég í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Voru það aðilar í íslensku viðskiptalífi og íslenskum stjórnmálum? „Það getur verið að einhverjir þeirra hafi verið notaðir í þetta. En þeir voru ekki drifkrafturinn held ég.“ Sigmundur á forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung með heldur ógeðfelldum einstaklngum.Süddeutsche Zeitung Hvaða hagsmuni höfðu þeir að verja sem komu fram með þessar hótanir? „Þessa hagsmuni. Þarna voru aðilar til dæmis, vogunarsjóðir, sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja sína hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi af hæsta hús í heimi alla vega á þeim tíma, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var hægt að byggja tvö slík fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ segir Sigmundur Davíð. Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var til dæmis eitthver forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims, Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta, eða hans fjölskylda. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum? Það var mikið sem lá þarna undir,“ segir hann um stöðuna þessa örlagaríku daga fyrir hag þjóðarinnar. Gæfuhjólið snýst Miðflokknum í hag Það skiptast hins vegar á skin og skúrir stjórnmálum og gæfuhjólið snýst mönnum og flokkum ýmist í hag eða óhag. Nú blæs byrlega fyrir Miðflokkinn og fylgi stjórnarflokkanna hefur hríðfallið. Sigmundur Davíð telur slæga framgöngu stjórnarflokkanna augljóslega hafa spilað mikla rullu í sveiflunum á fylginu. „Þetta hefur verið sérkennilegt fyrirbæri frá upphafi, þessi ríkisstjórn. Sem var kynnt með frasanum að þetta væri ríkisstjórn með breiða skýrskotun. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði strax í upphafi 2017 að þetta ætti ekki að vera ríkisstjórn um stórpólitísk mál heldur stöðugleika. Svo breyttist hún í óstöðugleikastjórn af því hún gat ekki tekið á neinni pólitík. Ríkisstjórn þarf að taka á pólitík og stjórnarandstöðuflokkar þurfa líka að vera í pólitík,“ segir formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir að slökkt hafi verið á allri stjórnmálaumræðu á tímum covid faraldursins og það hafi komið niður á fylgi Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Covid faraldurinn hafi farið verst með flokkinn eftir að hann náði fyrra metfylgi sínu upp á fjórtán til fimmtán prósent nánast daginn fyrir covid. „Með covid-tímabilinu slokknaði á pólitískri umræðu á Íslandi. Það voru aðstæður sem hentuðu þessari ríkisstjórn fullkomlega. Að þurfa ekki að ræða pólitík. Senda bara eitthvað þríeyki til að tala við fólk á hverjum degi. Halla aftur af sér í ráðherrastólunum og láta fara vel um sig. Mæta stöku sinnum og segjast vera með sérfræðingana í þessari vinnu. Stjórnmálaleg álitaefni voru bara ekki rædd,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hafi farið mjög illa með Miðflokkinn sem horfði á fylgið falla mikið í könnunum. „En þegar þetta tímabil var búið og stjórnmálaumræðan hófst aftur fór fylgið að rísa. Sem betur fer ekki mjög sveiflukennt heldur jafnt og þétt, lengst af alla vega.“ Það benti til að fylgisaukningin væri ekki bara einhver bóla. Heldur hafi fólk smátt og smátt farið að hugsa til baka um málflutning Miðflokksins. „Þeir voru að tala um þessi mál þegar þeir voru hataðir fyrir það. Þeir voru að benda á þetta þegar allir sögðu að það væri óraunhæft og þar fram eftir götunum. Ég held, eða vona, að fólk sé að virða það við okkur núna.“ Miðflokkurinn hefur lengst af haft sérstöðu í útlendingamálum. Undanfarin ár hefur óánægja með ríkisstjórnina í þeim efnum farið vaxandi innan Sjálfstæðisflokksins enda flokkurinn átt erfitt með að koma fram breytingum á þeim vegan andstöðu aðallega Vinstri grænna. Reikna má með að margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi því hallað sér að Miðflokknum. Miðflokkurinn andpopulískur en ekki populískur Andstæðingar Miðfloksins hafa margir kallað Sigmund Davíð poppulista og stefnu flokksins poppulisma. Sem þrífist á óánægju og ótta fólks en komi ekki fram með neinar lausnir. Útlendingar eru hins vegar ekki aðeins hælisleitendur því um áttatíu þúsund manns frá öðrum löndum búa á Íslandi og hefur fjölgað mikið. Hvað viljið þið í útlendingamálum? „Í fyrsta þetta með poppulismann því það hefur verið reynt að nota þennan stimpil eins og aðra. Ég hef alltaf litið svo á að við værum andpoppulískur flokkur. Framsóknarflokkurinn hafi orðið það lika þegar ég var þar. Það sem ég á við með því er að við höfum ekki verið að boða aðeins það sem er líklegt til vinsælda hverju sinni. Við höfum ekki komið með einfaldar lausnir. Þvert á móti og höfum verið gagnrýndir fyrir að koma með of flóknar lausnir og eitthvað sem þarf að útskýra of mikið.“ Það eigi ekki að virka í stjórnmálum þar sem best væri að tala í eintómum frösum. Poppulismi hafi aftur á móti alltaf verið skilgreindur sem lýðskrum. Að reyna að höfða til kjósenda á fölskum forsendum með því að henda einhverjum fram sem men héldu að kjósendur vildu heyra en gera síða eitthvað allt annað. „Við höfum snúist um hið gagnstæða með því að tala fyrir því sem við teljum vera rétt. Jafnvel þegar það er erfitt. Ekki fara í ríkisstjórn bara til að fara í ríkisstjórn heldur eingöngu ef við getum breytt hlutunum.“ Hrifinn af stefnu danskra jafnaðarmanna Sigmundur Davið segir hann og Miðflokkinn hafa sagt í mörg ár að það væri vænlegt að líta til stefnu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum. Þeir hefðu farið í gegnum heilmikið ferli innan flokksins eftir fjörutíu ára reynslu af mistökum í þessum málaflokki. „Og komu með stefnu sem ég held að við getum lært heilmikið af. Aðlagað að íslenskum aðstæðum nú þegar við erum komin langt fram úr Danmörku í eftirspurn eftir hæli,“ segir formaðurinn. „Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur sagði að markmiðið væri að enginn mætti til landsins. Enginn kæmi til að sækja þar um hæli. Menn myndu taka við fólki, kvótaflóttamönnum, annars staðar frá, ef þeir sæktu um annars staðar. En ef þeir kæmu til landsins og ætluðu að sækja um þar þá væri þeim vísað burtu,“ sagði Sigmundur Davíð í Samtalinu. Þeir sem mættu sjálfir að landamærum Íslands til að sækja um hæli, ættu að missa sjálfkrafa réttinn til þess að sækja yfirleitt um hæli á Íslandi. Sigmundur Davíð vill að öllum hælisleitendum sem birtast á landamærunum verði umsvifalaust vísað til baka. Þeir missi jafnframt réttinn til að sækja um hæli á Íslandi.Vísir/Vilhelm Þetta væri liður í að ná stjórn á landamærunum. Hverjum væri boðið inn til að geta nýtt þau úrræði sem væru fyrir hendi til að aðstoða sem flesta sem væru í mestri neyð. Ísland ætti að beina aðstoð sinni á nærsvæði hörmunga sem skilaði tíu til hundraðfallt meiri árangri. Flóttamannastraumurinn væri eðlislega annar nú en áður. Flóttamannastraumnum stýrt af glæpagengjum „Nú er þetta fyrst og fremst orðinn business glæpagengja. Evrópulögreglan áætlar að um 95 prósent þeirra sem koma utan Evrópu til álfunnar geri það á vegum slíkra aðila. Gangverð er þá um tíu þúsund evrur (1,5 milljónir króna). Þá er búið að selja fólki væntingar um betra líf í öðru landi. Búið að selja því að íslensk stjórnvöld muni gera þetta, þetta og þetta fyrir þá,“ segir formaður Miðflokksins. Þeir sem ekki hafi efni á að borga fargjaldið væru síðan í skuld við glæpagengin og yrðu að standa skil á henni. „Svona kerfi er ekki hægt að viðhalda. Svo ég vitni aftur í Mette sem sagði; Danmörk má ekki vera söluvara glæpagengja. Ísland má ekki heldur vera söluvara glæpagengja. Við þurfum að ná stjórn á þessu sjálf og meta hverjir flytjast hingað. Ef við gerum það ekki er framtíð samfélagsins í hættu,“ segir Sigmundur Davíð. Ekki væri hægt að reka velferðarkerfi með opnum landamærum. En hvar á fólk að sækja um hæli á Íslandi ef ekki á íslensku landamærunum? „Með þeim hætti sem gert hafði verið fram að þessu, þar til landamærin voru opnuð á Íslandi og nýju útlendingalögin tóku gildi (2016). Þá sóttu menn um í móttökustöðvum sem eru á nærsvæðum átaka og hamfara,“ segir Sigmundur Davíð. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafi síðan metið hverjum ætti helst að hjálpa og Íslendingar hefðu gert það mjög vel. „Þegar flóttinn frá Sýrlandi var hvað mestur 2015, var að hefjast fyrir alvöru, þá lögðum við í ríkisstjórninni línurnar með að við tækjum á móti ákveðnum hópi sem ætti ekki afturkvæmt af einhverjum ástæðum. En við myndum ekki síður setja peninga til Líbanon og þessa staði sem væru að fást við þetta,“ segir formaður Miðflokksins. Það muni ekki virka að tæma öll lönd þar sem lífskjör væru lakari en í Evrópu og flytja fólkið allt þangað. Sigmundur Davíð er segir ríkisstjórnina lítið hafa gert í þessum efnum þótt bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hældu sér af því að þúsund manns hefðu verið fluttir til baka héðan frá áramótum. Þar hefði aðallega verið um að ræða fólk frá Venesuela sem hefði fengið greitt þúsundir evra fyrir að fara. Þetta hafi gerst eftir að úrskurðanefnd útlendingamála hefði skipt um skoðun varðandi fólk frá Venesuela. Ef fólk neitaði að fara yrði það hins vegar fjölmiðlamál og ríkisstjórni færi á taugum. Þá gefur Sigmundur Davíð heldur ekki mikið fyrir hina svo kölluðu inngildingu þeirra tuga þúsunda sem hingað flytja frá Evrópska efnahagssvæðinu. Í Danmörku væri lögð áhersla á að þeir sem þangað kæmu aðlöguðust dönsku samfélagi og dönskum gildum, eins og það væri orðað. „Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu, sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum. Þannig getur þú ekki rekið samfélag. Þeir sem flytja hingað eiga að aðlagast okkar menningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. 10. október 2024 15:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Formaður Miðflokksins ræddi stöðuna í útlendingamálum og í stjórnmálunum almennt í Samtalinu síðast liðinn fimmtudag. En Sigmundur Davíð er forystumaður með fortíð. Hann kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin á upphafsmánuðum hrunsins og var óvænt kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009. Vegur hans hélt áfram að vaxa og eftir kosningar 2013 varð hann forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Eftir birtingu Panamaskjalanna hrökklaðist hann úr embætti, yfirgaf Framsóknarflokkinn um ári síðar og stofnaði Miðflokkinn. Hinn nýi flokkur missti helming fylgisins í síðustu kosningum en mælist nú næst stærsti flokkurinn landsins í könnunum. Það er sögulegt að nú skuli tveir flokkar njóta meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn í hverri könnun á fætur annarri, hver er skýringin að þínu mati? „Ég held að þetta skýrist að nokkru leyti af almennum breytingum í stjórnmálunum. Ég held líka að þetta sé afleiðing af því, sem ég hef iðulega nefnt þegar ég hef verið spurður um skoðanakannanir í þessi fimmtán ár sem ég hef verið verið í þessu, að það borgi sig ekki til lengri tíma litið að elta kannanir,“ sagði Sigmundur Davíð í Samtalinu á fimmtudag. Vænlegra væri að halda sínu striki og tala fyrir því sem menn hefðu trú á þótt það kunni að breytast með nýjum upplýsingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn ekki láta skoðanakannanir ráða för. Áhersla væri á staðfestu í stefnu flokksins sem nú væri vonandi að skila sér samkvæmt könnunum.Vísir/Vilhelm „Ekki reyna að elta tíðarandann eða kannanirnar. Ég hef séð miklar sveiflur í minni tíð sem stjórnmálamaður en alltaf haft trú á því að kjósendur myndu virða það á endanum að menn væru samkvæmir sjálfum sér. Héldu sínu striki. Ræddu þau mál sem eru erfið og ekki alltaf til vinsælda fallin. En þegar sannleikurinn kæmi í ljós myndu menn uppskera fyrir það. Sigmundur Davíð leggur því mikla áherslu á stefnufestu á hverju sem gengur. Og það hefur sannarlega mikið brölt átt sér stað á ferli þessa 49 ára gamla stjórnmálamanns sem þjóðin þekkti helst sem fréttamann á RÚV áður en hann sigraði flestum að óvörum formannskjör í Framsóknarflokknum aðeins 33 ára gamall í janúar 2009. Fyrirboði í formannskjöri Framsóknarflokksins Formannskjörið í Framsóknarflokknum fól í sér einhvers konar fyrirboða vegna þess þegar atkvæði voru talinn var fyrst tilkynnt fyrir fullum sal landsþingsfulltrúa að Höskuldur Þórhallsson hefði sigrað og því var fagnað. Örfáum mínutum síðar var það hins vegar leiðrétt og Sigmundur Davíð lýstur sigurvegari. Umræðan um Panamaskjölin og þátt Sigmundar Davíðs í því máli verður ekki rifjuð upp í smáatriðum hér. En málið leiddi til afsagnar hans úr embætti forsætisráðherra hinn 5. apríl 2016 og boðað var til snemmkosninga hinn 29. október það sama ár. Framsóknarflokkurinn hélt landsþing nokkrum vikum fyrir þessar kosningar þar sem varaformaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson bauð sig fram gegn Sigmundi Davíð og sigraði hann með naumindum með 52,6 prósent atkvæða. Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk hinn 15. september ári síðar var aftur boðað til kosninga í október 2017. Sigmundur Davíð sagði skilið við Framsóknarflokkinn og stofnaði Miðflokkinn rétt fyrir kosningar sem gekk vel í kosningunum náði sjö mönnum á þing. Um ári síðar brast Klausturmálið á með miklum látum. Upptaka af samtölum Sigmundar Davíðs, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar þingmanna Flokks fólksins var gerð opinber. Það mál átti eftir að hafa víðtækar pólitískar afleiðingar og gengu Ólafur og Karl Gauti fljótlega eftir það í Miðflokkinn. Vísir/Vilhelm Í ljósi mikils fylgis Miðflokksins í könnunum að undanförnu var Sigmundur Davíð spurður hvort þjóðin væri annð hvort búin að gleyma bæði Panamaskjölunum og Klausturmálinu eða einfaldlega búin að fyrirgefa? „Ég held að það þurfi hvorki að gleyma né fyrirgefa,“ sagði Sigmundur Davíð og bauðst til að leggja allan þáttinn undir þau mál. Skipuleg aðför að forsætisráðherra Íslands „Þetta eru náttúrlega tvö dæmi sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja algerlega ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti á Íslandi. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði formaður Miðflokksins. Leið þessara aðila til að losna við ríkisstjórnina hafi verið að losna við höfuð hennar. Farið hafi verið í alls konar skrumskælingar og sýningar sem handrit hafði verið skrifað að fyrirfram. „Ég var búinn að upplýsa um allt í þessu máli tveimur til þremur vikum áður en menn fara svo að segja fréttir af því. Af því það máttu ekki koma fréttir áður en sýningin hæfist. Og um hvað snérist þetta á endanum? Þetta snérist um að sýna fram á að konan mín hefði verið einhver samviskusamasti skattgreiðandi Íslands og ætti kannski fremur að fá gullskjöld frá Skattinum heldur en þessa meðferð. Hafandi haft möguleika á því að geyma féð annars staðar þar sem þar sem mögulega væri lægri sköttun.“ Hún hafi hins vegar alltaf verið íslenskur skattaðili og greitt fulla íslenska skatta. Það hefði. Hins vegar komið í ljós eftir dúk og disk. Hlerunin á Klausturbar aðför að lýðræðinu „Hitt atriðið, hlerunarmálið, var náttúrlega ótrúleg aðför,“ segir. Sigmundur Davíð sem sagðist kalla þetta hlerunarmálið en ekki Klausturmálið þar sem málið hafi ekki verið staðnum að kenna. „Það var náttúrlega með stökustu ólíkindum og gríðarlegur ólgusjór,“ segir formaðurinn. Hann hafi prentað út allar fréttir sem höfðu birst af málinu fram að samkvæmi hjá flokknum. Þá hafi þær verið fjögur þúsund og fimm hundruð. Þannig að það hafi mikið verið lagt í þetta mál og allt skrumskælt og snúið út úr því. Vísir/Vilhelm Þetta ætti kannski einhvern tíma eftir að verða kannski bók sem yrði skemmtileg aflestrar. En þótt honum hafi þótt það fáranlegt framtak hjá Alþingi á sínum tíma að fá mann til að hlusta á upptökurnar frá samtölunum á Klausturbar og skrifa þær upp, hafi það verið heppilegt eftir á að hyggja. Hann hafi pirrað sig á að Alþingi hagaði sér eins og Stasi, leyniþjónusta Austur Þýskalands. Hann hafi engu að síður að lokum látið sig hafa það að lesa handritið. „Og þetta var bara hin ágætasta lesning,“ segir Sigmundur Davíð. Á Klausturbar höfðu aðallega Gunnar Bragi og Bergþór haft uppi sóðalegt orðbragð um aðallega Lilju Alfreðsdóttur núverandi menningar- og viðskiptaráðherra og Ingu Sæland formann Flokks fólksins. Aðrir á staðnum voru fremur viðhlægendur en þáttakendur í orðbragðinu sem ofbauð mörgum. „Menn segja eitt og annað við svona aðstæður. Ég hafði, eins og ég gat um, lent í því hundrað sinnum að minnsta kosti með fólki úr öllum flokkum við sambærilegar aðstæður áður og ég hef lent í því hundrað sinnum eftir. Það er svolítið áhugavert að þetta breyttist ekkert. Menn koma saman og kasta einhverju fram sem fær allt aðra merkingu ef það er sett í nýtt samhengi frá því sem átti sér stað,“ sagði Sigmundur Davíð í Samtalinu. Að hans mati hefði átt að taka þetta mál miklu fastari tökum. „Því þetta var lýðræðsleg aðför og við getum ekki látið það viðgangast að það sé njósnað um fólk og þær upplýsingar síðan misnotaðar með þeim hætti sem þarna var gert.“ Panamaskjölin og afsögn Þegar uppljóstranirnar úr Panama skjölunum komu fram og Sigmundur Davíð sagði að lokum af sér embætti forsætisráðherra, sagði Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í þáverandi stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn í viðtali við Stöð 2, að í hans huga hefði ráðið mestu að Sigmundur Davíð virtist vera einn af kröfuhöfunum í þrotabú Landsbankans og því beggja vegna borðs. Þegar þetta var rifjað upp í Samtalinu kom það Sigmundi Davíð á óvart, enda gerist þetta í hita leiksins eftir fundi forystumanna stjórnarflokkanna með Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands. „Í alvöru talað, sagði hann það,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann ætlaði að taka þessum fullyrðingum með fyrirvara, því hann efaðist um að Bjarni hafi ekki verið betur inni í málum en svo. „En í öllu falli er algerlega ljóst að það var einn maður sem barðist fyrir því að taka eins mikið og kostur væri af kröfuhöfunum. Átti þar í stríði við allt embættismannakerfið, við samstarfsflokkinn oft á tíðum og jafnvel menn innanflokks. Því ég var sannfærður um að þetta væri það sem væri réttlátt. Að kröfuhafar yrðu látnir gefa eftir meira af sínu. Jafnvel þótt það hefði áhrif á ákveðna kröfuhafa sem höfðu átt peninga í bönkunum í formi skuldabréfa fyrir hrunið. Þeir þyrftu bara að taka á sig högg,“ segir Sigmundur Davíð. Á þessum tímapunkti hafi flestir kröfuhafar verið nýir. Aðrir hafi selt kröfur sínar á kannski á tvö prósent af andvirði þeirra. Það hafi kannski þótt sanngjarnt að refsa þeim sem áttu lögmætar kröfur á bankana aftur en það hefði verið nauðsynlegt í þágu þjóðarhags og heildarinnar. Vogunarsjóðir hótuðu forsætisráðherra Sigmundur Davíð talar um skipulega aðför að honum og ríkisstjórninni í tengslum við Panama skjölin. Þar voru hundruð og jafnvel þúsundir einstaklinga nefndir til sögunnar. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? „Þú getur ekki fengið allt handritið að bókinni áður en hún kemur út,“ segir formaðurinn en jánkar því að þar hafi jafnvel pólitískir aðilar verið á ferð. „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá á ég í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Voru það aðilar í íslensku viðskiptalífi og íslenskum stjórnmálum? „Það getur verið að einhverjir þeirra hafi verið notaðir í þetta. En þeir voru ekki drifkrafturinn held ég.“ Sigmundur á forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung með heldur ógeðfelldum einstaklngum.Süddeutsche Zeitung Hvaða hagsmuni höfðu þeir að verja sem komu fram með þessar hótanir? „Þessa hagsmuni. Þarna voru aðilar til dæmis, vogunarsjóðir, sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja sína hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi af hæsta hús í heimi alla vega á þeim tíma, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var hægt að byggja tvö slík fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ segir Sigmundur Davíð. Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var til dæmis eitthver forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims, Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta, eða hans fjölskylda. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum? Það var mikið sem lá þarna undir,“ segir hann um stöðuna þessa örlagaríku daga fyrir hag þjóðarinnar. Gæfuhjólið snýst Miðflokknum í hag Það skiptast hins vegar á skin og skúrir stjórnmálum og gæfuhjólið snýst mönnum og flokkum ýmist í hag eða óhag. Nú blæs byrlega fyrir Miðflokkinn og fylgi stjórnarflokkanna hefur hríðfallið. Sigmundur Davíð telur slæga framgöngu stjórnarflokkanna augljóslega hafa spilað mikla rullu í sveiflunum á fylginu. „Þetta hefur verið sérkennilegt fyrirbæri frá upphafi, þessi ríkisstjórn. Sem var kynnt með frasanum að þetta væri ríkisstjórn með breiða skýrskotun. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði strax í upphafi 2017 að þetta ætti ekki að vera ríkisstjórn um stórpólitísk mál heldur stöðugleika. Svo breyttist hún í óstöðugleikastjórn af því hún gat ekki tekið á neinni pólitík. Ríkisstjórn þarf að taka á pólitík og stjórnarandstöðuflokkar þurfa líka að vera í pólitík,“ segir formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir að slökkt hafi verið á allri stjórnmálaumræðu á tímum covid faraldursins og það hafi komið niður á fylgi Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Covid faraldurinn hafi farið verst með flokkinn eftir að hann náði fyrra metfylgi sínu upp á fjórtán til fimmtán prósent nánast daginn fyrir covid. „Með covid-tímabilinu slokknaði á pólitískri umræðu á Íslandi. Það voru aðstæður sem hentuðu þessari ríkisstjórn fullkomlega. Að þurfa ekki að ræða pólitík. Senda bara eitthvað þríeyki til að tala við fólk á hverjum degi. Halla aftur af sér í ráðherrastólunum og láta fara vel um sig. Mæta stöku sinnum og segjast vera með sérfræðingana í þessari vinnu. Stjórnmálaleg álitaefni voru bara ekki rædd,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hafi farið mjög illa með Miðflokkinn sem horfði á fylgið falla mikið í könnunum. „En þegar þetta tímabil var búið og stjórnmálaumræðan hófst aftur fór fylgið að rísa. Sem betur fer ekki mjög sveiflukennt heldur jafnt og þétt, lengst af alla vega.“ Það benti til að fylgisaukningin væri ekki bara einhver bóla. Heldur hafi fólk smátt og smátt farið að hugsa til baka um málflutning Miðflokksins. „Þeir voru að tala um þessi mál þegar þeir voru hataðir fyrir það. Þeir voru að benda á þetta þegar allir sögðu að það væri óraunhæft og þar fram eftir götunum. Ég held, eða vona, að fólk sé að virða það við okkur núna.“ Miðflokkurinn hefur lengst af haft sérstöðu í útlendingamálum. Undanfarin ár hefur óánægja með ríkisstjórnina í þeim efnum farið vaxandi innan Sjálfstæðisflokksins enda flokkurinn átt erfitt með að koma fram breytingum á þeim vegan andstöðu aðallega Vinstri grænna. Reikna má með að margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi því hallað sér að Miðflokknum. Miðflokkurinn andpopulískur en ekki populískur Andstæðingar Miðfloksins hafa margir kallað Sigmund Davíð poppulista og stefnu flokksins poppulisma. Sem þrífist á óánægju og ótta fólks en komi ekki fram með neinar lausnir. Útlendingar eru hins vegar ekki aðeins hælisleitendur því um áttatíu þúsund manns frá öðrum löndum búa á Íslandi og hefur fjölgað mikið. Hvað viljið þið í útlendingamálum? „Í fyrsta þetta með poppulismann því það hefur verið reynt að nota þennan stimpil eins og aðra. Ég hef alltaf litið svo á að við værum andpoppulískur flokkur. Framsóknarflokkurinn hafi orðið það lika þegar ég var þar. Það sem ég á við með því er að við höfum ekki verið að boða aðeins það sem er líklegt til vinsælda hverju sinni. Við höfum ekki komið með einfaldar lausnir. Þvert á móti og höfum verið gagnrýndir fyrir að koma með of flóknar lausnir og eitthvað sem þarf að útskýra of mikið.“ Það eigi ekki að virka í stjórnmálum þar sem best væri að tala í eintómum frösum. Poppulismi hafi aftur á móti alltaf verið skilgreindur sem lýðskrum. Að reyna að höfða til kjósenda á fölskum forsendum með því að henda einhverjum fram sem men héldu að kjósendur vildu heyra en gera síða eitthvað allt annað. „Við höfum snúist um hið gagnstæða með því að tala fyrir því sem við teljum vera rétt. Jafnvel þegar það er erfitt. Ekki fara í ríkisstjórn bara til að fara í ríkisstjórn heldur eingöngu ef við getum breytt hlutunum.“ Hrifinn af stefnu danskra jafnaðarmanna Sigmundur Davið segir hann og Miðflokkinn hafa sagt í mörg ár að það væri vænlegt að líta til stefnu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum. Þeir hefðu farið í gegnum heilmikið ferli innan flokksins eftir fjörutíu ára reynslu af mistökum í þessum málaflokki. „Og komu með stefnu sem ég held að við getum lært heilmikið af. Aðlagað að íslenskum aðstæðum nú þegar við erum komin langt fram úr Danmörku í eftirspurn eftir hæli,“ segir formaðurinn. „Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur sagði að markmiðið væri að enginn mætti til landsins. Enginn kæmi til að sækja þar um hæli. Menn myndu taka við fólki, kvótaflóttamönnum, annars staðar frá, ef þeir sæktu um annars staðar. En ef þeir kæmu til landsins og ætluðu að sækja um þar þá væri þeim vísað burtu,“ sagði Sigmundur Davíð í Samtalinu. Þeir sem mættu sjálfir að landamærum Íslands til að sækja um hæli, ættu að missa sjálfkrafa réttinn til þess að sækja yfirleitt um hæli á Íslandi. Sigmundur Davíð vill að öllum hælisleitendum sem birtast á landamærunum verði umsvifalaust vísað til baka. Þeir missi jafnframt réttinn til að sækja um hæli á Íslandi.Vísir/Vilhelm Þetta væri liður í að ná stjórn á landamærunum. Hverjum væri boðið inn til að geta nýtt þau úrræði sem væru fyrir hendi til að aðstoða sem flesta sem væru í mestri neyð. Ísland ætti að beina aðstoð sinni á nærsvæði hörmunga sem skilaði tíu til hundraðfallt meiri árangri. Flóttamannastraumurinn væri eðlislega annar nú en áður. Flóttamannastraumnum stýrt af glæpagengjum „Nú er þetta fyrst og fremst orðinn business glæpagengja. Evrópulögreglan áætlar að um 95 prósent þeirra sem koma utan Evrópu til álfunnar geri það á vegum slíkra aðila. Gangverð er þá um tíu þúsund evrur (1,5 milljónir króna). Þá er búið að selja fólki væntingar um betra líf í öðru landi. Búið að selja því að íslensk stjórnvöld muni gera þetta, þetta og þetta fyrir þá,“ segir formaður Miðflokksins. Þeir sem ekki hafi efni á að borga fargjaldið væru síðan í skuld við glæpagengin og yrðu að standa skil á henni. „Svona kerfi er ekki hægt að viðhalda. Svo ég vitni aftur í Mette sem sagði; Danmörk má ekki vera söluvara glæpagengja. Ísland má ekki heldur vera söluvara glæpagengja. Við þurfum að ná stjórn á þessu sjálf og meta hverjir flytjast hingað. Ef við gerum það ekki er framtíð samfélagsins í hættu,“ segir Sigmundur Davíð. Ekki væri hægt að reka velferðarkerfi með opnum landamærum. En hvar á fólk að sækja um hæli á Íslandi ef ekki á íslensku landamærunum? „Með þeim hætti sem gert hafði verið fram að þessu, þar til landamærin voru opnuð á Íslandi og nýju útlendingalögin tóku gildi (2016). Þá sóttu menn um í móttökustöðvum sem eru á nærsvæðum átaka og hamfara,“ segir Sigmundur Davíð. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafi síðan metið hverjum ætti helst að hjálpa og Íslendingar hefðu gert það mjög vel. „Þegar flóttinn frá Sýrlandi var hvað mestur 2015, var að hefjast fyrir alvöru, þá lögðum við í ríkisstjórninni línurnar með að við tækjum á móti ákveðnum hópi sem ætti ekki afturkvæmt af einhverjum ástæðum. En við myndum ekki síður setja peninga til Líbanon og þessa staði sem væru að fást við þetta,“ segir formaður Miðflokksins. Það muni ekki virka að tæma öll lönd þar sem lífskjör væru lakari en í Evrópu og flytja fólkið allt þangað. Sigmundur Davíð er segir ríkisstjórnina lítið hafa gert í þessum efnum þótt bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hældu sér af því að þúsund manns hefðu verið fluttir til baka héðan frá áramótum. Þar hefði aðallega verið um að ræða fólk frá Venesuela sem hefði fengið greitt þúsundir evra fyrir að fara. Þetta hafi gerst eftir að úrskurðanefnd útlendingamála hefði skipt um skoðun varðandi fólk frá Venesuela. Ef fólk neitaði að fara yrði það hins vegar fjölmiðlamál og ríkisstjórni færi á taugum. Þá gefur Sigmundur Davíð heldur ekki mikið fyrir hina svo kölluðu inngildingu þeirra tuga þúsunda sem hingað flytja frá Evrópska efnahagssvæðinu. Í Danmörku væri lögð áhersla á að þeir sem þangað kæmu aðlöguðust dönsku samfélagi og dönskum gildum, eins og það væri orðað. „Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu, sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum. Þannig getur þú ekki rekið samfélag. Þeir sem flytja hingað eiga að aðlagast okkar menningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. 10. október 2024 15:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. 10. október 2024 15:47