Guðrún nálgast fullkomnun Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:11 Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar hætta ekki að vinna. Getty/Alex Grimm Fjöldi íslenskra fótboltakvenna er á ferðinni í dag og var leikjum að ljúka í Svíþjóð, Noregi og á Ítalíu. Guðrún Arnardóttir nálgast fullkomið tímabil í Svíþjóð. Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun. Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun.
Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira