Guðrún nálgast fullkomnun Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:11 Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar hætta ekki að vinna. Getty/Alex Grimm Fjöldi íslenskra fótboltakvenna er á ferðinni í dag og var leikjum að ljúka í Svíþjóð, Noregi og á Ítalíu. Guðrún Arnardóttir nálgast fullkomið tímabil í Svíþjóð. Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun. Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun.
Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira