Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir litla auðvelt að koma á vinnufriði innan ríkisstjórnar ef engin sé vinnan. Við heyrum frá henni um stöðu ríkisstjórnarinnar í fréttatímanum.
Þá segjum við frá stöðunni í Mið-Austurlöndum, en átta manna fjölskylda féll í árásum Ísraelsmanna á Gasa í gær. Eins fjöllum við um óútskýrt andlát úkraínskrar fréttakonu sem var fangelsuð án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, á svæði hernumdu af Rússum.
Svo er það landbúnaðurinn, en 90 prósenta lán Byggðastofnunar eiga að stuðla að nýliðun í greininni, sem ekki virðist vanþörf á.
Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á slaginu 12.