Innlent

Kennarar æfir út í borgar­stjóra, ríkis­stjórnin og fjár­mál ungra bænda

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Kennarar eru óánægðir með ummæli sem borgarstjóri lét falla á ráðstefnu um helgina. Við ræðum við fulltrúa kennara og heyrum ummæli borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir litla auðvelt að koma á vinnufriði innan ríkisstjórnar ef engin sé vinnan. Við heyrum frá henni um stöðu ríkisstjórnarinnar í fréttatímanum. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. október 2024

Þá segjum við frá stöðunni í Mið-Austurlöndum, en átta manna fjölskylda féll í árásum Ísraelsmanna á Gasa í gær. Eins fjöllum við um óútskýrt andlát úkraínskrar fréttakonu sem var fangelsuð án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, á svæði hernumdu af Rússum. 

Svo er það landbúnaðurinn, en 90 prósenta lán Byggðastofnunar eiga að stuðla að nýliðun í greininni, sem ekki virðist vanþörf á. 

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×