„Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 21:33 Alexandra Hafsteinsdóttir hefur getið sér gott orð sem íshokkíþjálfari en hún vill ekki starfa fyrir Íshokkísamband Íslands nema sambandið geri betur í baráttu við kynþáttafordóma. Stöð 2 Sport Alexandra Hafsteinsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Íshokkísambandi Íslands og segist ekki geta tilheyrt sambandi sem ekki taki harðar á kynþáttaníði líkt og því sem átt hafi sér stað á Akureyri í síðasta mánuði. Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan. Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira
Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan.
Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira