Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar 14. október 2024 13:02 Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun