Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 12:58 Þorgerður Katrín fór á fund forsetans fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. „Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15. Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
„Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15.
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira