Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný þjóð­hags- og verð­bólgu­spá Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, mun setja fundinn.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, mun setja fundinn. Vísir/Sigurjón

Ný þjóðhags- og verðbólguspá Greiningardeildar Landsbankans 2024-2027 verður kynnt á fundi í Hörpu sem hefst klukkan 8:30 í dag.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan en í lok fundar verða pallborðsumræður um tækifæri í útflutningi.

Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan.

Dagskrá:

  • Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
  • Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans kynnir hagspá til ársins 2027.
  • James Ashley, hagfræðingur og forstöðumaður stefnumála og ráðgjafalausna fyrir Evrópu, Miðausturlönd, Afríku og Asíu hjá eignastýringu Goldman Sachs. James hefur mikla þekkingu og innsýn í alþjóðlegt efnahagsumhverfi og er vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi. Hann býr yfir rúmlega 20 ára starfsreynslu í fjármálageiranum. Áður en James hóf störf hjá Goldman Sachs vann hann m.a. hjá Barclays Capital og sem aðalhagfræðingur Evrópumála hjá Royal Bank of Canada.

Þátttakendur í pallborði:

  • Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water
  • Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis
  • Ingvar Hjálmarsson, forstjóri Nox Medical
  • Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma
  • Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, stýrir umræðum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×