„Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. október 2024 21:34 Åge Hareide hefði viljað að minnsta kosti fjögur stig úr leikjunum tveimur en fékk aðeins eitt. Ahmad Mora/Getty Images „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. „Við getum ekki unnið leiki þegar við gerum svona mistök. Við vorum 1-0 yfir lengi og börðumst vel en þeim tókst samt að taka 1-2 forystu. Við gerum vel að jafna leikinn, rétt áður fór boltinn í hönd varnarmanns, við sáum það skýrt í sjónvarpinu og ég skil ekki af hverju það var ekki skoðað. Þetta var furðulegur leikur en við gáfum þeim sigurinn með mistökum Hákonar, sem hefði mátt skoða líka, hann var tæklaður. Gríðarlega svekkjandi að skora tvö mörk í báðum leikjum en geta ekki gert betur varnarlega,“ sagði hann við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport inntur eftir viðbrögðum eftir leik. Ósáttur með dómgæsluna Í tvö skipti vildi Ísland að dómari leiksins myndi líta í VAR skjáinn, þegar skot Orra Steins var varið á línu og þegar virtist brotið á markmanninum Hákoni Rafni í þriðja marki Tyrkja. „Ég var að skoða þetta, fannst höndin klárlega ekki í náttúrulegri stöðu og boltinn fer í hana. Ég skil þetta ekki, en stundum falla hlutirnir ekki með þér. Við hefðum samt átt að gera betur og hirða allavega eitt stig.“ Ekki sama ákefð í seinni hálfleik Áður en að þessum vafaatriðum kom, allan fyrri hálfleikinn raunar, virtist íslenska liðið með ágætis stjórn á leiknum. Tyrkir ógnuðu sífellt en áttu erfitt með að komast að marki Íslands. „Við vörðumst vel og vorum aggressívir en við mættum ekki eins út í seinni hálfleik. Í fyrsta markinu erum við of langt frá skotmanninum, við þurfum að vera þéttari og sýna meiri ákefð þegar við verjumst svona lágt. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“ Suss Viðtalið var þá truflað af Tyrkjum sem gengu framhjá sáttir með sigurinn og höfðu hátt. Åge bað um þögn með alþjóðatungumálinu: Sss! Síðan sagði hann stigasöfnunina í þessu verkefni mikil vonbrigði. Ísland hafi átt að vinna Wales á föstudaginn og taka allavega eitt stig gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta er ekki nóg, því miður. Tilfinningin er að það séu einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því. Ég segi þetta við leikmenn líka, fótbolti er leikur mistaka en þetta er að kosta okkur of mikið.“ Framherjaparið ljósið í myrkrinu Það er þó eitthvað jákvætt sem Åge tekur út úr leikjunum tveimur fyrir næsta verkefni í nóvember. „Frábært framherjapar, Andri og Orri sýndu það í dag og voru öflugir í báðum leikjum. Við erum með unga leikmenn sem eru að stíga upp, þetta lítur vel út en við verðum að vera traustari varnarlega. Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
„Við getum ekki unnið leiki þegar við gerum svona mistök. Við vorum 1-0 yfir lengi og börðumst vel en þeim tókst samt að taka 1-2 forystu. Við gerum vel að jafna leikinn, rétt áður fór boltinn í hönd varnarmanns, við sáum það skýrt í sjónvarpinu og ég skil ekki af hverju það var ekki skoðað. Þetta var furðulegur leikur en við gáfum þeim sigurinn með mistökum Hákonar, sem hefði mátt skoða líka, hann var tæklaður. Gríðarlega svekkjandi að skora tvö mörk í báðum leikjum en geta ekki gert betur varnarlega,“ sagði hann við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport inntur eftir viðbrögðum eftir leik. Ósáttur með dómgæsluna Í tvö skipti vildi Ísland að dómari leiksins myndi líta í VAR skjáinn, þegar skot Orra Steins var varið á línu og þegar virtist brotið á markmanninum Hákoni Rafni í þriðja marki Tyrkja. „Ég var að skoða þetta, fannst höndin klárlega ekki í náttúrulegri stöðu og boltinn fer í hana. Ég skil þetta ekki, en stundum falla hlutirnir ekki með þér. Við hefðum samt átt að gera betur og hirða allavega eitt stig.“ Ekki sama ákefð í seinni hálfleik Áður en að þessum vafaatriðum kom, allan fyrri hálfleikinn raunar, virtist íslenska liðið með ágætis stjórn á leiknum. Tyrkir ógnuðu sífellt en áttu erfitt með að komast að marki Íslands. „Við vörðumst vel og vorum aggressívir en við mættum ekki eins út í seinni hálfleik. Í fyrsta markinu erum við of langt frá skotmanninum, við þurfum að vera þéttari og sýna meiri ákefð þegar við verjumst svona lágt. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“ Suss Viðtalið var þá truflað af Tyrkjum sem gengu framhjá sáttir með sigurinn og höfðu hátt. Åge bað um þögn með alþjóðatungumálinu: Sss! Síðan sagði hann stigasöfnunina í þessu verkefni mikil vonbrigði. Ísland hafi átt að vinna Wales á föstudaginn og taka allavega eitt stig gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta er ekki nóg, því miður. Tilfinningin er að það séu einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því. Ég segi þetta við leikmenn líka, fótbolti er leikur mistaka en þetta er að kosta okkur of mikið.“ Framherjaparið ljósið í myrkrinu Það er þó eitthvað jákvætt sem Åge tekur út úr leikjunum tveimur fyrir næsta verkefni í nóvember. „Frábært framherjapar, Andri og Orri sýndu það í dag og voru öflugir í báðum leikjum. Við erum með unga leikmenn sem eru að stíga upp, þetta lítur vel út en við verðum að vera traustari varnarlega. Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
„Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn