Haaland baðst afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 13:01 Erling Braut Haaland var langt frá sínu besta í stórtapi á móti Austurríkismönnum en fékk ekki síður gagnrýni fyrir karakterleysi eftir leik. Getty/Christian Bruna/ Erling Braut Haaland hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni og norska landsliðsins í 5-1 tapi á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Haaland hafði bætt markamet norska landsliðsins í 3-0 sigri á Slóveníu í leiknum á undan. Hann skoraði hins vegar ekki á móti Austurríkismönnum og var langt frá sínu besta. Liðið fékk auk þess stóran skell. Haaland fékk fyrirliðabandið í fjarveru hinn meidda Martin Ödegaard og það var ekki vinsælt með norsku fjölmiðlamannanna þegar Haaland strunsaði fram hjá þeim eftir leik og gaf engin viðtöl. „Hann hefur fullan rétt á því,“ sagði Sander Berge, liðsfélagi hans í norska landsliðinu. Það eru þó ekki allir sammála honum enda skyldur fyrirliðans að koma fram fyrir sitt lið. Þetta tap þýddi að norska liðið datt niður í þriðja sætið í riðlinum en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Haaland talaði ekki við norska fjölmiðla en hann fór inn á samfélagsmiðla eftir leik og baðst afsökunar. „Fyrirgefið öll en þetta var allt of lélegt af minni hálfu,“ skrifaði Haaland en bætti svo við. „Í nóvember ætlum við okkur að taka öll sex stigin,“ skrifaði Haaland. Nú taka við leikir með Manchester City þar sem hann hefur farið á kostum í vetur og er þegar kominn með tíu mörk í fyrstu sjö leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Haaland hafði bætt markamet norska landsliðsins í 3-0 sigri á Slóveníu í leiknum á undan. Hann skoraði hins vegar ekki á móti Austurríkismönnum og var langt frá sínu besta. Liðið fékk auk þess stóran skell. Haaland fékk fyrirliðabandið í fjarveru hinn meidda Martin Ödegaard og það var ekki vinsælt með norsku fjölmiðlamannanna þegar Haaland strunsaði fram hjá þeim eftir leik og gaf engin viðtöl. „Hann hefur fullan rétt á því,“ sagði Sander Berge, liðsfélagi hans í norska landsliðinu. Það eru þó ekki allir sammála honum enda skyldur fyrirliðans að koma fram fyrir sitt lið. Þetta tap þýddi að norska liðið datt niður í þriðja sætið í riðlinum en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Haaland talaði ekki við norska fjölmiðla en hann fór inn á samfélagsmiðla eftir leik og baðst afsökunar. „Fyrirgefið öll en þetta var allt of lélegt af minni hálfu,“ skrifaði Haaland en bætti svo við. „Í nóvember ætlum við okkur að taka öll sex stigin,“ skrifaði Haaland. Nú taka við leikir með Manchester City þar sem hann hefur farið á kostum í vetur og er þegar kominn með tíu mörk í fyrstu sjö leikjunum í ensku úrvalsdeildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira