Píratar komnir í kosningaham Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:36 Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér. Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent