„Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. október 2024 10:17 Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. „Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar gripnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar gripnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira