Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2024 11:19 Hrönn segist aldrei hafa upplifað jafn sterk viðbrögð kvikmyndahúsagesta. Vísir Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar. „Ég hef bara aldrei upplifað jafn sterk viðbrögð við kvikmynd hjá okkur,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar í samtali við Vísi. Fréttastofu barst ábending um að liðið hefði yfir tvo bíógesti á sýningu myndarinnar um helgina og kastaði annar þeirra upp. Hrönn útskýrir að í myndinni geri persóna Demi Moore samning við djöfulinn til að viðhalda æskunni. Þar fer hún með hlutverk stórstjörnu sem ákveður þegar frægðarsólin hnígur að leita að dularfullu efni á svörtum markaði sem mun breyta henni í yngri útgáfu af sjálfri sér. Í myndinni má sjá mannslíkamann í ýmsum ljótum, óþægilegum og hrollvekjandi aðstæðum. Allir í viðbragðsstöðu „Myndin verður að þessu leyti alltaf verri og verri eftir því sem líður á og endirinn er hreinlega, bara svolítið mikið. Ég sá hana sjálf á Cannes og þar voru margir sem hreinlega gátu þetta ekki og löbbuðu einfaldlega út,“ útskýrir Hrönn. Í Bíó Paradís sé mikið um að fólk falli í yfirlið og þá hafi það einnig gerst á kvikmyndahátíðinni RIFF þegar bíómyndin var sýnd þar. „Og nú er þetta að gerast hjá okkur, það hafa verið uppákomur og nokkur yfirlið á sýningunum okkar. Við höfum ekki upplifað það áður. En sem betur fer er staffið okkar svo frábært, við erum komin með sérstaka verkferla á sýningum þar sem staffið okkar er bara í viðbragðsstöðu og veitir aðstoð, er með sjúkrakitt og ælupoka tilbúna fyrir þá sem líður illa á myndinni.“ Hrönn segir ljóst að The Substance sé mynd sem fólk hreinlega verði að sjá í bíó. „Boðskapurinn er svipaður og í sögunni af Dorian Grey, passaðu þig á því hvers þú óskar eftir. Það endar ekki vel fyrir þá sem sækjast eftir eilífri æsku,“ segir Hrönn létt í bragði. Hún bætir því við í gríni að hún hafi íhugað að blása til sérstakrar frumsýningar fyrir áhrifavalda á myndinni, gefa jafnvel einum heppnum varafyllingar en hætt við þegar hún hafi séð hvað það kostar. „Ég held að þetta sé mjög góð forvarnarmynd. Myndin talar inn í okkar samtíma á mjög óhugnalegan hátt.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég hef bara aldrei upplifað jafn sterk viðbrögð við kvikmynd hjá okkur,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar í samtali við Vísi. Fréttastofu barst ábending um að liðið hefði yfir tvo bíógesti á sýningu myndarinnar um helgina og kastaði annar þeirra upp. Hrönn útskýrir að í myndinni geri persóna Demi Moore samning við djöfulinn til að viðhalda æskunni. Þar fer hún með hlutverk stórstjörnu sem ákveður þegar frægðarsólin hnígur að leita að dularfullu efni á svörtum markaði sem mun breyta henni í yngri útgáfu af sjálfri sér. Í myndinni má sjá mannslíkamann í ýmsum ljótum, óþægilegum og hrollvekjandi aðstæðum. Allir í viðbragðsstöðu „Myndin verður að þessu leyti alltaf verri og verri eftir því sem líður á og endirinn er hreinlega, bara svolítið mikið. Ég sá hana sjálf á Cannes og þar voru margir sem hreinlega gátu þetta ekki og löbbuðu einfaldlega út,“ útskýrir Hrönn. Í Bíó Paradís sé mikið um að fólk falli í yfirlið og þá hafi það einnig gerst á kvikmyndahátíðinni RIFF þegar bíómyndin var sýnd þar. „Og nú er þetta að gerast hjá okkur, það hafa verið uppákomur og nokkur yfirlið á sýningunum okkar. Við höfum ekki upplifað það áður. En sem betur fer er staffið okkar svo frábært, við erum komin með sérstaka verkferla á sýningum þar sem staffið okkar er bara í viðbragðsstöðu og veitir aðstoð, er með sjúkrakitt og ælupoka tilbúna fyrir þá sem líður illa á myndinni.“ Hrönn segir ljóst að The Substance sé mynd sem fólk hreinlega verði að sjá í bíó. „Boðskapurinn er svipaður og í sögunni af Dorian Grey, passaðu þig á því hvers þú óskar eftir. Það endar ekki vel fyrir þá sem sækjast eftir eilífri æsku,“ segir Hrönn létt í bragði. Hún bætir því við í gríni að hún hafi íhugað að blása til sérstakrar frumsýningar fyrir áhrifavalda á myndinni, gefa jafnvel einum heppnum varafyllingar en hætt við þegar hún hafi séð hvað það kostar. „Ég held að þetta sé mjög góð forvarnarmynd. Myndin talar inn í okkar samtíma á mjög óhugnalegan hátt.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira